Reglur og stigagjöf vegna Stigamóta Harðar 2003.

Keppanda er frjálst að mæta með sama eða annan hest á mótin að því tilskildu að sami hestur komi ekki fram í öðrum flokkum en einum á sama mótinu. Keppanda er skylt að láta mótstjórn strax vita ef breytingar verða á hesti eða knapa í skráðum flokki svo forðast megi misskilning á viðkomandi móti gagnvart þuli og upplýsingum til fjölmiðla eftir mót. Stigagjöfin fer þannig fram; Efsta sæti gefur 10stig, Annað sæti 8stig Þriðja sæti 6stig Fjórða sæti 5stig Fimmta sæti 4stig Allir hinir fá 1stig. Þeir keppendur sem ekki mæta á seinni mótin eftir að hafa keppt á því fyrsta fá mínusstig, þ.e.- 2stig fyrir hvert mót, þannig að efsti knapi í hverjum flokki eftir fyrsta mót er ekki endilega lokasigurvegari. Sá knapi sem er efstur stiga í hverjum flokki eftir þrjú mót hlýtur nafnbótina Stigatöltmeistari Harðar 2003 Varðandi yngsta flokkinn, þá er ekki keppt til stiga í þeim flokki.

Þorrablót Harðar 2010

Nú er útkall á Harðarmenn til að blóta...Komum saman "étum", blótum og syngjum saman.

Þorrablótið verður haldið laugardaginn 23. janúar nk. og hefst blótið kl. 17.00 í Harðarbóli.  Maturinn verður á kostnaðarverði kr. 3.000.- sem greitt er fyrir á staðnum. Þar sem maturinn er á kostnaðarverði þá þarf að panta fyrirfram.

Skráning hér

 

Hestaveikin

Í samtali við Gunnar héraðsdýralækni áðan kom fram að sífellt fleira bendi til þess að um salmonellu sýkingu sé að ræða.  Það er ill skárra en veirusýking þar sem einfaldara er að stöðva útbreiðsluna.  Hesthúsin sem sýktu dýrin eru í eru merkt með gulum borða.  Hundaeigendur eru beðnir að gæta þess að hundarnir séu ekki lausir þar sem þeir geta étið skít úr sýktum dýrum. Hundar eiga reyndar aldrey að vera lausir í hesthúsahverfinu frekar en annars staðar í Mosfellsbæ.  Við höfum spurst fyrir um hvers vegna sýktu dýrin voru flutt inn í eitt stærsta hesthúsahverfi landsins, en þar munu mannúðar og dýraverndunarsjónamið hafa ráðið, það var fyrsta hugsun manna að koma sjúku hestunum í hús.  Fljótlega var þetta þó stoppað og voru flestir hestarnir fluttir í einangrun í hesthúsið að Teigi.

Ég læt ykkur fylgjast með um leið og ég fæ upplýsingar.

Með bestu kveðju, Guðjón

Glitnismót Dreyra á Akranesi

Í ungmennaflokki  fjórgangi  varð  Sigríður  Sjöfn Ingvarsdóttir í 1.sæti á  Klaka frá Blesastöðum 1A með einkunnina  7,00  og í  öðru   sæti varð Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir   á  Blossa frá Syðsta-Ósi  með einkunnina 6,73      Í unglingaflokki fimmgangi varð Arnar Logi Lúthersson í 1. sæti í á Flugari frá Hvítárholti  með einkunnina 6,88    Í barnaflokki varð Hrefna Guðrún Pétursdóttir í  9. sæti  í tölti með einkunnina 5,67.  Í meistaraflokki  tölt varð  Ragnheiður Þorvaldsdóttir  í 2. sæti  á  Hrafnagaldri frá Hvítárholti með einkunnina  7,83     Í 1. flokki  fjórgangi  varð Ragnhildur Haraldsdóttir  í 3. Sæti  á Villa frá Hvítanesi  með einkunnina 7,03  og Súsanna Ólafsdóttir í 7. sæti á Hylli frá Hvítárholti  með einkunnina 6.80 

Hestheimaferð

Já kæru börn og foreldar. Við erum að fara í Hestheima á morgun, jibbíí. Haft verður samband við þá sem hafa skráð sig í ferðina síðar í dag.

 

Æskulýðsnefnd

Tafir á reiðhallarframkvæmdum

Töf á reiðhallarframkvæmdum fer nú senn að ljúka.  Aðalverktakinn hefur átt í verulegum erfiðleikum með að fá gögn frá verkfræðingi sem er undirverktaki hjá honum, en okkur skilst að það sé nú loksins að leysast. Aðstæður á Íslandi í dag eru einnig þannig að allar framkvæmdir liggja meira eða minna niðri frá 15 des til 15 jan á meðan vinnuaflið er í jólafríi í Póllandi.  Við reiknum með að framkvæmdir hefjist að nýju á næsta fimmtudag og verður þá gengið frá norðurhluta svæðisins, Ræsi sett niður í skurð sem þar er og honum lokað, svæðið síðan jafnanð og gert tilbúið til sáningar.  Þá ætti svæðið norðan við reiðstiginn að vera frágengið og verksvæðið minkað sem því nemur. Mön verður gerð meðfram reiðstígnum þannig að hún skýli reiðstígnum frá athafnasvæðinu.  Í framhaldi af þessu munu verktakar koma sér fyrir og hefja uppslátt á undirstöðum.  Reiðhöllin sjálf er nánast fullsmíðuð og tilbúin til flutnings um leið og endanleg staðfesting fæst um samþykkt teikninga verkfræðingsins.