Bikarkeppni hestamannafélaganna

Áfam heldur Bikarmót hestamannafélaganna og verður það næst í Keflavík hjá Mána næsta föstudag í Mánahöllinni kl. 20.

Keppt verður í tölti, 3 keppendur frá hverju félagi, og fyrir okkar hönd keppir unga fólkið Páll Jökull á Hróki frá Enni og Hulda Kolbeinsdóttir á Nema frá Grafarkoti og svo er það Grettir Börkur á Drífanda frá Búðardal en hann sigraði 1.flokkinn í karlatöltinu í síðustu viku.

Einnig verður keppt í stjórnartölti og verður það stjórnarmaðurinn Sigurður Ólafsson sem mun keppa f.h. stjórnar Harðar.

Við ætlum að panta rútu ef þátttaka verður næg. Skráning á e-mail This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Skráningu lýkur fimmtudagskvöld kl. 22.00 Lágmark 15 manns.

Rútan fer frá Naflanum kl.18:45. svo framalega sem við verðum að lágmarki 15, sem við verðum að sjálfsögðu og miklu fleiri.

Verum skrautleg og vinnum sem flottasta og besta stuðningsliðið !

 Allir að mæta með grænt tjull og trommur og hristur sem skapað getur hávaða.  Helga Magga  á allskonar hatta og dót til að skreyta sig með. Hún verður  í Gýmishúsinu kl. 18:30 og fram að  brottför á föstudagskvöld.

Höfum gaman og STÖNDUM SAMAN !

 

P.s nánar um keppnina:

Bikarkeppni hestamannafélaga á höfuðborgarsvæðinu er mótaröð þar sem hestamannafélögin Andvari, Fákur, Gustur, Hörður, Máni, Sóti og Sörli keppa sín á milli og safna stigum fyrir félögin.

Mótin eru stutt og er lögð rík áhersla á að þau séu áhorfendavæn og að mikilvægt sé að ná upp stemningu á áhorfendapöllunum.  

Á hverju móti verður öflugasta stuðningsliðið valið og fær það stuðningsmannalið, sem stendur sig best á öllum keppnunum þremur, bikar á lokamótinu eins og það hestamannafélag sem sigrar keppnina.