- Nánar
-
Flokkur: Fræðslunefnd
-
Skrifað þann Þriðjudagur, febrúar 12 2013 21:59
-
Skrifað af Super User
Harðarból laugardagshádegi kl. 11.00
,,HROSSARÆKT OG FRAMTÍÐARSÝN Í HESTAMENNSKUNNI"
Gunnar Arnarsson Auðsholtshjáleigu mætir í Harðarból laugardaginn 16. febrúar með fyrirlestur og spjall um ,,Hrossarækt og framtíðarsýn í hestamennskunni".
Fyrirlesturinn hefst kl. 11.00 og kostar 1000.-
Kaffi og bakkelsi innifalið.
Fræðslunefnd Harðar.
- Nánar
-
Flokkur: Fræðslunefnd
-
Skrifað þann Sunnudagur, janúar 13 2013 23:59
-
Skrifað af Super User
Kæru Harðarfélagar
Skráning er hafin á námskeið fyrir fullorðna í vetur. Í hverjum hópi verða minnst 4 nemendur, en mest 5. Ef færri en 4 skrá sig fellur námskeiðið niður. Hver kennslustund er 50 mínútur. Fræðslunefnd áskilur sér rétt til breytinga og niðurfellinga á einstökum námskeiðum eftir atvikum. Leitast er við að hafa námskeiðin virka daga en eitthvað þarf líkast til að vera um helgar. Það hefur gefist vel.
Upplýsingar gefur Helena, 699-2797 eftir kl: 14 á daginn, eða Lilja, 899-8816 Skráning fer fram í gegnum tölvupóst og fyrirspurnum er einnig svarað hjá umsjónaraðila hvers námskeiðs. Greiðsluseðlar verða sendir út fyrir námskeiðsgjöldum.
ATH. ,, Forfallist skráður nemandi á námskeiðið þarf tilkynning að berast 2 daga fyrir fyrsta reiðtímann að öðrum kosti telst nemandi skráður og skuldbundinn til að greiða fyrir námskeiðið"
Námskeiðin eru ætluð öllum eldri en 16 ára. Verð hvers námskeiðs er verð til Harðarfélaga. Utanfélagsmenn eru velkomnir en greiða 3000 krónur aukalega.
Nánar...