- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Sunnudagur, janúar 15 2006 10:02
-
Skrifað af Æskulýðsnefnd
Kæru foreldrar, börn og ungmenni.
Þann 19 janúar nk kl 19 verður foreldrafundur í Harðabóli, þar sem farið verður yfir dagskrá komandi vetrar.
Við munum einnig hafa uppskeruhátið þar sem heiðruð verða knapar í flokknunum efnilegasti og besti árangur sl árs.
Skráning hefst á námskeiðin, þ.e. keppnis- og almenn reiðnámskeið ásamt knapamerkjanámi og eigum við von á að reiðkennarar okkar mæti og segi frá sínum markmiðum. Við erum mjög stolt að hafa þá bræðurnar Sölva og Sigga Sigurðasyni ásamt Trausta Þór Guðmundsyni sem munu sjá um keppnisflokkinn og æfa fyrir sýninguna Æskan og Hesturinn. Sigrún Sigurðardóttir verður áfram hjá okkur næsta vetur og sér hún um almenn námskeið ásamt knapamerkjanámi. Kynnt verða breytingar á knapamerkjanáminu sem orðið hefur frá því í fyrra.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
Fyrir hönd Æskulýðsnefndar Lóló formaður