Skráning á reiðnámskeið og Hestheimaferð

Frá Æskulýðsnefnd Harðar Skráning á reiðnámskeiðin og Hestheimaferðirnar. Skráning verður á seinni hluta reiðnámskeiða... sem Æskulýðsnefndin stendur fyrir miðvikudaginn 6 apríl næst komandi í Harðarbóli milli kl 18 og 19 Um er að ræða reiðnámskeið hjá Sigrúnu Sigurðardóttur og hjá Friðdóru og Oddrúnu. Þar sem fyrirsjáanlegt er nú þegar að mikil aðsókn verður hefur nefndin ákveðið að reyna að fremsta megni að gefa öllum þeim börnum kost á námskeiði er áhuga hafi. Munu því námskeiðin hjá Sigrúnu verða 1 sinni í viku í 6 vikur. Ennfremur verður skráning í Knapamerkjanámið, (sjá hér til vi á síðunni). Hestheimaferðin Við viljum einnig minna á Hestheimaferðina sem farin verður í apríl. Fyrri helgin þe 22-24 apríl verður fyrir unglinga þe fædd 91 og eldri. Seinni ferðin 29 apríl - 1 maí er fyrir yngri börn, fædd 95 -92. Þau börn og unglingar er hafa verið á reiðnámskeiðum sl vetri og eru á vel reiðfærum hestum ganga fyrir. Takmarkaður fjöldi er í hvora ferðina. Því mikilvægt að skrá sig tímanlega. Munu upplýsingablöð liggja frammi þann 6 apríl og hægt að skrá sig í ferðirnar. Verð fyrir einstakling og hest með öllu, var í fyrra 12 þús kr. Gerum við ráð fyrir sviðaðri upphæð nú. Munum við gefa börnum og unglingum kost á því að fjármagna að einhverju leiti ferðina með því að taka að sér að selja hið margrómaða Suðurnesjakaffi.( 2 kaffipakkar og súkkulaði á kr 1500 þar sem 500 kr af því fer til barnanna). En foreldrar þurfa sjálfir að leggja út fyrir kostnaði frá heildölunni. Með kveðju fh Æskulýðsnefndar Guðrún Ólöf