Úrslit í Smalamóti Harðar 2012

Smalamót Harðar var haldið laugardaginn 4. febrúar s.l. og var mikið fjör og stóðu knapar og hross sig einkar vel í þrautabrautinni. Úrslit voru sem hér segir:

Barnaflokkur
1 sæti Anton Hugi Kjartansson á  Sprengju frá Breiðabólsstað
2 sæti Linda Bjarnadóttir á Dýra Jarp
3 sæti Emilía Sól Arnarsdóttir á Hlíðari frá Eyrarbakka
4 sæti Íris Birna Gauksdóttir á Glóðari frá Skarði
5 sæti Stefanía Vilhjálmsdóttir á Óðni frá Álfhólum

Unglingaflokkur


Nánar...

Uppsetning og hönnun Smalamótsbrautar

Smalamót Harðar verður haldið 4. febrúar og óskar Æskulýðsnefndin eftir áhugasömum krökkum, eldri sem yngri, sem hafa áhuga á að búa til brautina og hafa skoðun á uppsetningu hennar. Áhugasamir eru beðnir að koma á fund miðvikudagskvöldið 1. feb. kl 19.00 í Reiðhöllinni. Endilega látið þetta berast og takið með ykkur hressa krakka sem langar að vera með í þessari vinnu :-)

Skólastyrkir

Ungmennafélag Íslands hefur verið í góðu samstarfi við nokkra lýðháskóla í Danmörku í áraraðir. UMFÍ hefur m.a. styrkt fjölmörg íslensk ungmenni til dvalar í þessum skólum og gerir enn. Einn af þeim skólum sem UMFÍ er í samstarfi við er lýðháskólinn í Viborg. Skólinn hefur nú ákveðið að bjóða nokkrum ungmennum skólastyrk á vorönn sem er frá 19. febrúar - 26. júní 2012 eða í samtals 18 vikur. Heildarkostnaður vegna námsins ásamt fullu fæði og gistingu er 36.910.- dkr. eða um kr. 800.000,- íslenskar krónur. Styrkurinn nemur hinsvegar kr. 20.910.- dkr. sem er um 460.000.- íslenskar krónur. Hlutur nemenda í þessar 18 vikur er því 16.000.- dkr. eða einungis um 350.000.- íslenskar krónur.

Upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu hans www.giv.dk og síðan gefur Ómar Bragi Stefánsson hjá Ungmennafélagi Íslands frekari upplýsingar til áhugasamra. Netfang Ómars er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Námskeið æskulýðsnefndar 2012

Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ hefur um langt árabil haldið uppi öflugu æskulýðsstarfi svo eftir hefur verið tekið og fékk félagið m.a. Æskulýðsbikarinn sem veittur var af Landssambandi hestamannafélaga til Harðar haustið 2011. Þessi vetur mun ekki verða undantekning þar á og hefur nú verið sett upp úrval af námskeiðum fyrir yngri kynslóðina. Er það allt frá námskeiðum fyrir yngstu byrjendurna upp í Knapamerkjanámskeiðin sem veita djúpa og yfirgripsmikla þekkingu á hestum og starfi í kringum þá. Æskulýðsnefnd hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ er nú með eftirtalin námskeið: 

Nánar...

Íþróttafólk ársins í Mosfellsbæ

img_1068

Hestamannafélagið Hörður átti glæsilegan hóp verðlaunahafa á Uppskeruhátíð íþrótta- og tómstundasviðs Mosfellsbæjar þar sem fjórir hestamenn voru tilnefndir til verðlauna við val á íþróttamanni ársins. Frá vinstri Anton Hugi Kjartansson, Halldóra Huld Ingvarsdóttir, Reynir Örn Pálmason og Harpa Sigríður Bjarnadóttir.

Uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar lokið

Æskulýðnefnd Harðar hélt uppskeruhátíð í Harðarbóli s.l. miðvikudagskvöld með pompi og prakt. Farið var yfir dagskrá vetrarins og veitt verðlaun fyrir árangur síðasta árs.

img_5967
 img_5931
Fimm stúlkur luku knapamerki 4 í ár en það voru þær: Line (kennari), Hrönn Kjartansdóttir, Fanney Pálsdóttir og Hulda B. Kolbeinsdóttir, Súsanna (kennari) Á myndina vantar: Hörpu Snorradóttur og Kristínu Hákonardóttur Við óskum stelpunum innilega til haingju með glæsilegan árangur. Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir knapamerki 2-3.

Guðjón Magnússon, formaður Harðar, heldur hér á Æskulýðsbikarnum sem veittur var af Landssambandi hestamannafélaga til Harðar nú nýverið. Hörður er að fá þennan bikar vegna öflugs starfs í æskulýðsmálum félagsins.

 img_6020  
Hér er þeir knapar sem hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur á Uppskeruhátðinni.
Frá vinstri: Guðjón formaður Harðar, Mestu framfarir á almennu reiðnámskeiði hlaut í barnaflokki Hrönn Gunnarsdóttir, efnilegasti knapinn í barnaflokki var Anton Hugi Kjartansson og Harpa Sigríður Bjarnadóttir hreppti tvo titla í ár en hún var besti knapinn og sýndi mestu framfarir á keppninsámskeiði í barnaflokki. Besti knapinn í unglingaflokki er Súsanna Katarína Guðmundsdóttir. Efnilegasti knapinn í ungmennaflokki er María Gyða Pétursdóttir, mestu framfarir á keppnisnámskeiði í ungmennaflokki er Bjarney Rósa Sveinbjörnsdóttir, besti knapinn í ungmennaflokki er
Hildur Kristín Hallgrímsdóttir, mestu framfarir á keppnisnámskeiði á unglingaflokki er Lilja Dís Kristjánsdóttir, efnilegasti knapinn í ungmennaflokki er Hinrik Ragnar Helgasson. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju.
 

Æskulýðsnefnd Harðar þakkar fyrir ánægjulega kvöldstund og hlakkar til að vinna með ykkur öllum í vetur. 

Námskeið í 3. og 4. viku jan

Námskeið á vegum Æskulýðsnefndar Harðar sem eru nú að byrja í viku 3 og 4 í janúar.

Keppninsnámskeið/ásetuæfingar

Mánudagurinn 16. janúar (sjá tímasetningar á Facebook síðu keppniskrakka).

Keppnisnámskeið /reiðtímar

Miðvikudagur 18. janúar (sjá tímasetningar á Facebook síðu keppniskrakka).

Knapamerki  1 og 2

Fimmtudagur 19. janúar kl 18:00

Knapamerki 4

Mánudagur 23. janúar kl 19:00

Knapamerkjanámskeið stig 1-5

Æskulýðsnefnd Harðar er að fara á stað með knapamerkjanámskeið stig 1-5.
Fyrirkomulag verður með þeim hætti að bóklegum tímum verður lokið fyrir ármót og mun kennsla hefjast um miðjan nóvember í félagsheimili Harðar, Harðarbóli. Verkleg kennsla hefst í janúar.


Kennarar á námskeiðunum eru:

Nánar...