- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Þriðjudagur, febrúar 23 2010 00:04
-
Skrifað af Super User
Hin glæsilega sýning Æskan og hesturinn verður helgina 13-14 mars næstkomandi og verður þáttaka Harðar með sama sniði og undanfarin ár.
Pollareiðin er fyrir alla krakka til tíu ára aldurs. Þar eru krakkarnir í grímubúningum og sem gefur sýningunni skemmtilegt yfirbragð. Þau ríða hring í höllinni, og ýmist er pollar teymdir eða þau sem ríða sjálf.
Síðan er það sameiginlegt atriði allra félagana fyrir krakka á aldrinum 10 til 12 ára. Þar ríða þau eftir fyrirfram æfðu prógrammi.
Einnig verðum við með félagsatriði og fánareið. Hvetjum við alla harðarkrakka til að taka þátt því við eigum svo mikið af öflugum og flottum krökkum sem við erum svo stolt af.
Skráning á sýninguna sendist á mailið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og gefa upp nafn, aldur, nafn forráðamans, og GSM. Mikilvægt er að hestarnir þoli klapp, músík og læti, öryggisins vegna. Æfingar byrja fljótlega.
Æskulýðsnefndin.