Páskaratleikur fyrir alla fjölskylduna

Páskaratleikur verður haldin sunnudaginn 28.mars næstkomandi.

Keppt verður í þremur flokkum, eða börn í fylgd fullorðina, börn yngri en 12 ára, og börn eldri en 12 ára. Keppnin hefst kl.12 og verður lagt af stað frá Reiðhöllini okkar. Eftir keppni  verður boðið uppá vöfflur í Gummabúð. Vegleg verðlaun. Vonumst til að sjá sem flesta.

 

Æskulýðsnefndin

Framhaldsnámskeið

 

Almennu námskeiðunum er nú lokið og boðið er uppá framhald af öllum námskeiðum en þau eru ; pollar, krakkanámskeið óvanir, vanir og mikið vanir, og almennt reiðnámskeið fyrir 12 ára og eldri. Þau sem ætla að fara á framhald skrái sig hér á síðunni undir námskeið, skráning.

 

Æskulýðsnefndin Sealed

Auglýst eftir umsóknum á Youth cup

thumb_youthcupÆskulýðsnefnd LH minnir áhugasama á að skila inn umsóknum á Youth Cup sem verður haldið 10.- 18. júlí nk. Mótið er haldið í Kalo í Damörku.  Útvegaðir verða hestar ef óskað er. Skilyrði fyrir þátttöku: Reynsla í hestamennsku, enskukunnátta, keppnisreynsla í íþróttakeppni, sjálfstæði, geta unnið í hóp og reglusemi.

Nánar...

Æskan og Hesturinn 2010

 

Hin glæsilega sýning Æskan og hesturinn verður helgina 13-14 mars næstkomandi og verður þáttaka Harðar með sama sniði og undanfarin ár.

Pollareiðin er fyrir alla krakka til tíu ára aldurs. Þar eru krakkarnir í grímubúningum og sem gefur sýningunni skemmtilegt yfirbragð. Þau ríða hring í höllinni, og ýmist er pollar teymdir eða þau sem ríða sjálf.

 Síðan er það sameiginlegt atriði allra félagana fyrir krakka á aldrinum 10 til 12 ára. Þar ríða þau eftir fyrirfram æfðu prógrammi.

Einnig verðum við með félagsatriði og fánareið. Hvetjum við alla harðarkrakka til að taka þátt því við eigum svo mikið af öflugum og flottum krökkum sem við erum svo stolt af.

Skráning á sýninguna sendist á mailið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og gefa upp nafn, aldur, nafn forráðamans, og GSM. Mikilvægt er að hestarnir þoli klapp, músík og læti, öryggisins vegna. Æfingar byrja fljótlega.

Æskulýðsnefndin.

Uppskeruhátíð 2009

Hæ öll.

 

Nú hefur verið ákveðið að uppskeruhátíðin okkar verði hluti af hátíðardagskrá vegna vígslu reiðhallarinnar. Þið eruð því öll hvött til að mæta og njóta dagsinns. Það verður margt til skemmtunar auk veitinga og veittar verða viðurkenningar fyrir bestan árangur í öllum flokkum í keppni á árinu auk viðurkenninga fyrir knapamerkin. Dagskráin hefst kl 16 á laugardaginn.

 

 Kv Æskulýðsnefndin

Skráning hafin

 

Skráning á námskeið á vegum æskulýðsnefndar er hafin á netinu og stendur til og með 15.janúar. Minnum einnig á skráninguna í kvöld hjá okkur í Harðarbóli milli kl.20 og 22. Kennsla á námskeiðunum hefst síðan í viku 5. Sjá nánari útskýringar á námskeiðum undir námskeið,skráning hér á harðarsíðunni.

 

Æskulýðsnefndin. Smile

Reiðnámskeið veturinn 2010

 

 Komið þið sæl og gleðilegt ár.

 Æskulýðsnefndin stendur fyrir fjölmörgum námskeiðum í reiðmennsku í vetur fyrir börn og unglinga. Kennarar á námskeiðunum eru þau Reynir Örn Pálmason og Súsanna Ólafsdóttir sem bæði eru lærðir reiðkennarar frá Hólum og meðal okkar fremstu knapa.

Námskeiðin eru yfirleitt frá 6-10 tímar og er verðið það sama og í fyrra eða almenn reiðnámskeið á kr.8.000 knapamerki 1, kr.18.000, Knapamerki 2, kr.23.000, kanpamerki 3, á 23.000 og keppnisnámskeið á kr.30.000 en þar er smá hækkun. Skráning á námskeiðin verður á fimmtudaginn 7. janúar á milli kl.20 og 22 í Harðarbóli. Jafnframt verður hægt að skrá sig á heimasíðunni. Námskeiðin hefjast í lok janúar.

Æskuýðsnefndin. :)