Foreldrafundur

Foreldrafundur verður haldinn miðvikudaginn 5. febrúar nk. kl. 19:30 í Harðarbóli. Mikilvægt er að sem flestir foreldrar mæti. Fundarefni: - Dagskrá vetrarins, dagskráin er á heimasíðuni - athugasemdir eru vel þegnar. - Æskan og hesturinn, þátttaka Harðarbarna og framkvæmd. - Æfingabúðir. Nefndin hefur orðið vör við áhuga á því að fara í æfingabúðir með eldri krakkana og vill kanna þann áhuga. - Önnur mál. Tækifæri fyrir foreldra að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.  Sjáumst hress - heitt kaffi á könnuni. 

Fjölskyldureiðtúrar

Eru fyrirhugaðir fyrsta sunnudag í hverjum mánuði kl. 16:00 Hist verður hjá nýja staurnum og er markmiðið að foreldrar eigi góðan reiðtúr með börnum sínum og Harðarfélögum. Tilkynning um reiðtúrana verður hengd upp á staur á appelsínugulri auglýsingu.  Framvegis verða allar tilkynningar frá barna- og unglinganefnd á appelsínugulum spjöldum svo auðvelt verði að þekkja þær frá öðrum tilkynningum.

Reiðnámskeið fyrir byrjendur - unglinga

Sigrún Sigurðardóttir verður með reiðnámskeið í vetur fyrir unglinga sem eru að byrja í hestamennskunni. Kostnaði verður kostnaði haldið í lágmarki eða aðeins 4.000 kr. fyrir 12 skipti. Tekið verður á móti skráningu þriðjudagskvöldið 28. janúar nk. frá 18:00 – 20:00 í Harðarbóli. Einungis verður tekið á móti skráningu gegn greiðslu, en hægt er að borga með visa og euro. Námskeiðin hefjast þriðjudaginn 4. febrúar.

Hindrunarstökknámskeið

Námskeið í hindrunarstökki fyrir unglinga- og ungmennaflokk verður haldið nú í janúar. Kennari verður Barbara Meyer og verður kostnaði haldið í lágmarki eða aðeins 2.000 kr. Kennt verður tvisvar í viku í sex skipti. Tekið verður á móti skráningu miðvikudagskvöldið 22. janúar nk. frá 18:00 – 20:00 í Harðarbóli. Einungis verður tekið á móti skráningu gegn greiðslu, en hægt er að borga með visa og euro.

Reiðnámskeið

Að venju verður Sigrún Sigurðardóttir með reiðnámskeið hjá Herði í vetur. Kostnaði verður kostnaði haldið í lágmarki eða aðeins 4.000 kr. fyrir 12 skipti. Tekið verður á móti skráningu miðvikudagskvöldið 28. janúar nk. frá 18:00 – 20:00 í Harðarbóli. Einungis verður tekið á móti skráningu gegn greiðslu, en hægt er að borga með visa og euro.