- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Föstudagur, janúar 19 2007 09:25
-
Skrifað af Reiðveganefnd
Nú er verið leggja kaldavatnsleiðslu og skolpleiðslu frá Leirvogstungu og yfir í Varmárhólinn.
Þar sem nú sér fyrir endann á frostakafla í bili að minnsta kosti og til að verktakinn geti lokið efnisflutningum í skurðinn verður meiri umferð en venjulega í krikanum hjá Ljótupyttum, á svæðinu sem er í suðvestur horni athafnasvæðisins og út að Köldukvísl.
Þeir munu setja vinnuskilti beggja megin við og sýna fyllstu varkárni, en þeir þurfa að keyra inn á reiðveginn á stuttum kafla og lofa að sýna fyllstu varkárni og tillitsemi við reiðmenn.
Meðfylgjandi mynd sýnir álagssvæðið
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Fimmtudagur, janúar 11 2007 08:07
-
Skrifað af Æskulýðsnefnd
Skráning verður á reiðnámskeið barna, unglinga og ungmenna, í Harðarbóli, frá kl. 19-20 þriðjudaginn 16. janúar n.k. Einnig hægt að skrá á sama tíma í síma 5668282. Skráð verður á knapamerkjanámskeið og keppnisnámskeið en einnig verður kannaður áhugi á þátttöku á almennu reiðnámskeiði og Hestheimaferð sem fyrirhuguð er í apríl. Greiða þarf námskeiðin við skráningu.
Við hvetjum fólk til að fylgjast vel með hér á síðunni okkar þar sem tilkynningar Æskulýðsnefndar verða fyrst og fremst birtar hér.
Kveðja,
Æskulýðsnefnd
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Sunnudagur, nóvember 05 2006 02:58
-
Skrifað af Æskulýðsnefnd
Uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar
Miðvikudaginn 15. nóvember n.k. kl.19 höldum við uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar. Ætlunin er að veita viðurkenningar m.a. fyrir keppnisárangur á þessu ári, kynna fyrirhugaða dagskrá í vetur og eiga notalega stund saman. Boðið verður upp á pizzur.
Keppnisárangur á innanfélagsmótum liggur fyrir hjá félaginu en við verðum að biðja þau ykkar sem hafa verið að keppa á öðrum mótum að senda okkur upplýsingar um árangur þar sem ekki er nokkur leið fyrir okkur að fylgjast með ykkur öllum :) Vinsamlegast athugið að einungis sæti í úrslitum telur til stiga þannig að við þurfum aðeins að fá þær upplýsingar. Upplýsingarnar sendist til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 10. nóvember n.k.
Vinsamlegast athugið! Ef þessar upplýsingar eru ekki sendar inn til okkar getum við ekki ábyrgst að viðkomandi knapar komi til greina við verðlaunaafhendingu.
Hlökkum til að sjá ykkur öll :)
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Laugardagur, ágúst 05 2006 12:41
-
Skrifað af Stjórnin og Keppnisráð æskulýðsnefndar
Sölvi verður með tveggja daga námskeið á vegum félagsins fyrir þá sem eru skráðir þáttakendur á Íslandsmótið um næstu helgi. Námskeiðið verður þriðjudaginn 8.ágúst og miðvikudaginn 9.ágúst og hefst kl. 16.00
Skráning fer fram hjá Sölva í síma 692 4666 og mun hann útdeila tímum.
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Miðvikudagur, júní 21 2006 08:18
-
Skrifað af Æskulýðsnefnd
Við verðum í Harðarbóli í kvöld, 21. júní, milli kl. 20.00 - 22.00 að selja fatnað merktan Herði og auðvitað ýmislegt annað líka.
Sjá dæmi um vörur og verð:
Harðarúlpur, kr. 5000:-) gjafprís
Harðar-Henson gallar, kr. 5600:-) skemmtilegt verð
Harðar Buff, kr. 600:-) á alla hausa
Harðar Derhúfur, kr. 600:-) tilbreyting í höfuðfötum
Harðar Fánar, kr. 1000:-) á öll tjöld og alla bíla
Bónpakki, kr. 3000:-) Allir verða að mæta á hreinum bílum á Landsmót
Náum upp góðri stemningu á Landsmóti í fatnaði frá Æskulýðsnefnd, merkt í bak og fyrir frá toppi til táar.
Æskulýðsnefnd Harðar
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Fimmtudagur, maí 04 2006 10:27
-
Skrifað af Æskulýðsnefnd
Sunnudaginn 7. maí stendur Æskulýðsnefnd Harðar fyrir fjöldyldureiðtúr. Ætlunin er að ríða stóran flugvallarhring á hæfilegum hraða og ættu því allir sem hesti geta valdið að geta komið með, afar og ömmur, pabbar og mömmur, strákar og stelpur, allir saman.
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Þriðjudagur, júní 13 2006 07:46
-
Skrifað af Æskulýðsnefnd
Ákveðið hefur verið að hafa æfingatíma fyrir þau börn, unglinga og ungmenni sem fara á Landsmót. Fyrsti tíminn verður á miðvikudagskvöldið næstkomandi og mun Sölvi vera með þann tíma.
Tímaröðin er sem hér segir:
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Mánudagur, maí 01 2006 06:26
-
Skrifað af Æskulýðsnefnd
Fréttir úr hestheimaferð
Helgina 28.- 30. apríl fóru 14 hressir krakkar og 4 kellur í Hestheima á vegum Æskulýðsnefndar Harðar. Lagt var af stað frá félagssvæðinu um kl. 19.00
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Fimmtudagur, maí 04 2006 10:30
-
Skrifað af Æskulýðsnefnd
Að loknum fjölskyldureiðtúr sunnudaginn 7. maí, svona uppúr kl. 17.30 verður æskulýðsnefnd með vorsölu á ýmsum varningi, t.d. hestaboxunum okkar vinsælu, bónpökkum, barnaflíspeysum merktum Herði og ýmsu öðru skemmtilegu. Kíkið við og verslið við Æskulíðsnefnd, allt til styrktar unga fólkinu í félaginu.
Kellurnar í Æskulýðsnefnd
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Föstudagur, apríl 21 2006 07:20
-
Skrifað af Æskulýðsnefnd
Reiðnámskeið Sigrúnar hefst á morgun, 18 apríl, frí verður sumardaginn fyrsta 20 apríl
Hópaskipting er sem hér segir;
Nánar...