- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Fimmtudagur, mars 30 2006 10:01
-
Skrifað af Æskulýðsnefnd
Föstudaginn 31. mars kl 18 verður skráning á seinni hluta námskeiða hjá Sigrúnu Sig. í Harðarbóli.... Athugið að um takmarkaðan fjölda plássa er að ræða þar sem við höfum úr minni tíma að spila núna. Hverjum hópi er kennt tvisvar í viku, alls 8 skipti, á þriðjudögum og fimmtudögum og byrja fyrstu námskeiðin þriðjudaginn 11. apríl.
Við höfum þann háttin á að yngstu börnin verði kl 16, þe ca 5 -8 ára ca ,
mið aldur kl 17 , þe 8 - 11 ára
og elstu börnin kl 18.
Ekki er hægt að verða við séróskum nú
Ekki er um eiginleg framhaldsnámskeið að ræða.
Sigrúnu er í sjálfu sér óþarfi að kynna en svona fyrir þá sem eru að koma í fyrsta skipti þá hefur Sigrún verið með reiðnámskeið hjá Herði í fjölda ára og náð frábærum árangri með krakkana okkar. Mörg hafa stigið sín fyrstu skref í hestamennskunni undir hennar leiðsögn og eru í dag toppklassa hestamenn.
Börn skuldlausra félagsmanna ganga fyrir og einungis er tekið við skráningum gegn staðgreiðslu á staðnum (ekki er tekið við skráningum í síma). Námskeiðsgjald er 8.000 kr á hvern nemanda. Þar sem um takmarkaðan fjölda plássa er að ræða verður sá háttur hafður á að "fyrstur kemur - fyrstur fær" en þó háð því að félagsgjöld hafi verið greidd. Skráning hefst kl. 18.00 og líkur kl. 19.00.
Bestu kveðjur,
Æskulýðsnefnd Harðar