- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Þriðjudagur, janúar 15 2008 10:32
-
Skrifað af Super User
Leirvogstunga og æskulýðsnefnd Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ hafa undirritað samstarfssamning sem beinist að því að efla hestamennsku æskunnar í Mosfellsbæ.
Samkvæmt samningnum verður Leirvogstunga aðalstyrktaraðili æskulýðsnefndarinnar næstu þrjú ár. Fyrsta árið verður styrknum meðal annars varið í að greiða Hestheimaferð og kaupa hljóðkerfi fyrir reiðkennslu í nýja reiðhöll Harðar. Næstu tvö ár verður féð notað til að stuðla að aukinni keppnisþjálfun ungra félagsmanna og halda sérstakt Leirvogstungumót en æskulýðsnefnd Harðar stefnir að því að festa æskulýðsmót í sessi á næstu árum.
Nánar...