Árshátíð unglinga aflýst

Þar sem ekki var næg þátttaka í skráningu á árshátíð unglinga þá hefur verið tekin sameiginleg ákvörðun að fella hana niður. Árshátíðin átti að vera haldin í kvöld, föstudag 22. febrúar í félagsheimili Fáks, Víðidal.

Framhaldsnámskeiðið byrjað

Framhaldsnámskeiðið fyrir börn er hafið. Á framhaldsnámskeiðinu eru skráð um 20 börn. í hverjum hóp eru 3-4 þátttakendur og því hafa krökkunum verið raðað í 5 hópa. Vegna hinnar frábæru þátttöku á námskeiðinu og þeirri staðreynd að hin nýja reiðhöll okkar Harðarmanna er ekki tilbúin þá sáum við okkur knúin til að leita til fleiri kennara en gert var ráð fyrir í upphafi. Sigrún Sig ætlaði að taka framhaldsnámskeiðið að sér en hún er nú þegar að kenna knapamerki 1, 2 og 3. Því leituðum við til Ólöfu Guðmundsdóttur hjá Hestasýn og tók hún að sér að kenna 4 hópum.  

Nánar...

Æskan og hesturinn 2008

Æskan og hesturinn 2007Hin árlega stórsýning Æskan og hesturinn verður haldin í Víðidal helgina 29-30. mars nk. Grímureiðin geysivinsæla verður fyrir yngsta hópinn, sameiginlegt atriði með krökkum úr öðrum hestamannafélögum og að sjálfssögðu verður fánareiðin og félagsatriði Harðar á sínum stað. 
 

Nánar...

Hestheimaferð frestað vegna veðurs

Um helgina er gert ráð fyrir mjög slæmu veðri og þá sérstaklega á föstudag og laugardag. Því hefur æskulýðsnefndin tekið þá ákvörðun að fresta æfingarferð keppnisnámskeiðs til Hestheima sem fara átti í dag og verða til sunnudags. Verið er að vinna að því að finna lausn til að bæta upp þessa kennslutíma. Ekkert hefur verið ákveðið en það verður birt hér á vefinum um leið og niðurstaða er ljós.

Nánar...

Leirvogstunga styður unga hestamenn

Leirvogstunga og æskulýðsnefnd Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ hafa undirritað samstarfssamning sem beinist að því að efla hestamennsku æskunnar í Mosfellsbæ. Guðjón Magnússon formaður Hestamannafélagsins Harðar og Katrín Sif Ragnarsdóttir hjá Leirvogstungu handsala samninginn.

Samkvæmt samningnum verður Leirvogstunga aðalstyrktaraðili æskulýðsnefndarinnar næstu þrjú ár. Fyrsta árið verður styrknum meðal annars varið í að greiða Hestheimaferð og kaupa hljóðkerfi fyrir reiðkennslu í nýja reiðhöll Harðar. Næstu tvö ár verður féð notað til að stuðla að aukinni keppnisþjálfun ungra félagsmanna og halda sérstakt Leirvogstungumót en æskulýðsnefnd Harðar stefnir að því að festa æskulýðsmót í sessi á næstu árum.

Nánar...

Námskeiðskráning, keppnis- og knapamerkjanámskeið

Námskeiðsskráning fer fram í Harðarbóli þriðjudaginn þann 11.desember á milli kl.19.00 og 21.00.
Einnig verður hægt að skrá sig á heimasíðu Harðar frá mánudeginum 10. des. til og með 18.desember en þá lýkur skráningu fyrir keppnisnámskeiðið og knapamerkjanámskeiðið.
Vakin er athygli á að skráning á almennu námskeiðið verður fram í febrúar þar sem þau hefjast ekki fyrr en reiðhöllin verður tilbúin. 
Námskeiðin verða sem hér segir:

Nánar...

Keppnisnámskeið - Fundur með foreldrum

Ágætu foreldrar.

Nú er keppnisnámskeiðið skriðið af stað og þá finnst okkur í æskulýðsnefndinni tímabært að hitta foreldra og forráðamenn til að kynna enn frekar það sem framundan er í vor og sumar og fá ykkur til samstarfs. Okkur langar því til að hitta ykkur í Harðarbóli næstkomandi þriðjudag, 22. janúar kl 20.00.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Kveðja Æskulýðsnefndin