- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Föstudagur, apríl 17 2009 13:54
-
Skrifað af Super User
Æfingamót verður fyrir börn, unglinga og ungmenni sem eru á keppnisnámskeiði verður nk. mánudag þann 20.04. kl.17.00.
Keppt verður í fjórgangi, tölti og fimmgang.
Tveir keppendur inná í einu, riðið eftir þul, gefin einkunn og tekið á videó, farið yfir á þriðjudagskvöldið.
Ráslisti kemur um helgina, ef spurningar vakna varðandi mótið, hafið þá samband við okkur, Súsanna 8983808 og Reynir Örn 6919050.
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 07 2009 22:51
-
Skrifað af Super User
Páskaratleikurinn var haldinn sl. laugardag og fór fram úr björtustu vonum. Samtals tóku um 20 krakkar þátt í leiknum og voru allir hæstánægðir með daginn.
Leikurinn er liðakeppni og skiptist í yngri og eldri hópa. Margir voru búnir að undirbúa sig mjög vel og völdu hesta sína af kostgæfni með tilliti til verkefnisins.
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 07 2009 22:12
-
Skrifað af Super User
Framtíðarknapar okkar hafa nú lokið bæði byrjenda- og framhaldsnámskeiðinu sem krakkarnir hafa tekið þátt í, í vetur.
Af því tilefni fóru krakkarnir í reiðtúr með kennara og nokkrum foreldrum í síðasta tímanum. Afhend voru viðurkenningarskjöl sl. föstudag og borðað saman í Harðarbóli. Skoðaðar voru myndir sem teknar voru á námskeiðunum. Hægt er að skoða myndirnar á eftirfarandi slóðum:
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Fimmtudagur, apríl 02 2009 11:08
-
Skrifað af Super User
Lokatími framhaldsnámskeiðsins verður föstudaginn 3.apríl og lokatími byrjendanámskeiðsins verður sunnudaginn 5.apríl.
Að því tilefni verða afhent viðurkenningarskjöl í Harðarbóli föstudaginn 3.apríl kl. 19.30. Í boði verða hamborgarar sem Gummi Makker ætlar að reiða fram og svo skoðum við myndir sem teknar voru á námskeiðinu.
Æskulýðsnefnd