Youth Camp 2011

FEIF Youth Camp 2011, Skotlandi    Dagsetning: 23. – 30. júlí 2011Verð: 530 - 550 € Hvert land hefur rétt til að senda 2 þátttakendur, en einnig verður biðlisti ef sæti losna, sem hefur verið undanfarin ár. Flugfargjald er ekki innifalið í þátttökugjaldinu.  Skilyrði: Þátttakendur verða að vera á aldrinum 13 – 17 ára, á árinu, verða hafa einhverja reynslu í hestamennsku og geti skilið og talað ensku.  Staðsetning: Búðirnar verða haldnar í Broomlee outdoor center í Skotlandi. 22,5  km. fyrir utan Edinborg. Nánari upplýsingar um staðinn er að finna á www.  soec.org.uk/pages/broomlee.asp  Dagskrá: Í grófum dráttum er dagskráin á þessa leið; farið verður á hestbak í skosku hálöndunum, sýnikennsla á hestum, heimsókn í Edenborgarkastala, draugaganga í gömlu Edinborg, útivera og hefðbundin skosk kvöldvaka.  Umsóknir þurfa að berast á skrifstofu LH, Engjavegi 4, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík fyrir 06. mars 2011. Á umsókninni þarf að koma fram nafn, kennitala, heimili, í hvaða hestamannafélagi viðkomandi er og nokkrar línur um reynslu í hestamennsku.  Þegar búið verður að velja þá úr sem uppfylla skilyrðin verður dregið úr umsóknum. Æskulýðsnefnd LH  

Fræðsluferð

HALLÓ KRAKKAR!

Þá er komið að okkar árlegu ferð um suðurlandið. Við förum laugardaginn 12. febrúar kl: 8.30! STUNDVÍSLEGA.  Heimsótt verða fjögur hestabú og tamningastöðvar. Við munum byrja á því að fara að Bakkakoti, þaðan liggur leið okkar til Hinna og Huldu á Árbakka, þá er haldið til Sigga Sig. okkar ágæta Harðarmanns í Þjóðólfshaga og á heimleiðinni munum við kíkja til Sigga Sæm. á Skeiðvöllum. Þátttökugjald er 1000 krónur og innifalið í því er nesti, pizza í hádeginu, heimsóknir og rútan. Aldurstakmark ferðarinnar er 10 ár en yngri börn geta komið með í fylgd með foreldrum.  Áætlaður heimkomutími er um kvöldmatarleytið. Það verður að skrá sig í ferðina fyrir 9.febrúar.  Hlökkum til að sjá sem allra flesta. Skráning fer fram hjá Ragnhildi Ösp á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða síma 824-8072 eftir kl: 16.00

Æskulýðsnefnd

Námskeið 2011

Æskulýðsnefnd Harðar stendur fyrir fjölmörgum námskeiðum í reiðmennsku veturinn 2011 fyrir börn og unglinga. Kennarar á námskeiðunum eru eins og í fyrra Reynir Örn Pálmason, Súsanna Ólafsdóttir, Ragnheiður Þorvaldsdóttir og við bætist Line Norrgard, en öll eru þau lærðir reiðkennarar frá Hólum.

 Námskeiðin eru yfirleitt frá 6-10 tímar og er polla námskeiðið á 8.000 almenna reiðnámskeið á kr.10.000 knapamerki 1, kr.23000, Knapamerki 2, kr.30.000, kanpamerki 3, á 37.000, knapamerki 4 á 39.000 og keppnisnámskeið á kr.30.000.

Skráning á námskeiðin er hafin á heimasíðu Harðar, www.hordur.is undir námskeið-skráning og lýkur 20 janúar . Námskeiðin hefjast 25 janúar, en tímar verða auglýstir nánar síðar þegar þáttaka og tímafjöldi liggur fyrir. Fyrir þá krakka sem eiga ólokið prófum í knapamerkjum, er bent á að skrá sig í æfingartíma fyrir sjúkrapróf. Þau geta síðan skráð sig í næsta merki. Skráning og fyrirspurnir sendist á email This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða síma 8667382 Katrín.

 Minnum fólk á að nýta sér frístundarávísunina.

 Æskulýðsnefndin. :)

Nánar...

Keppniskrakkar og foreldrar

Á mánudagskvöldið 31.maí verður fundur í félagsheimilinu kl. 19:30 með keppniskrökkunum og forráðamönnum þeirra til að ræða framhaldið á keppnisnámskeiðinu og ástandið á hestunum fyrir úrtöku.

Æskulýðsnefndin

Uppskeruhátið 2010

Nú er komið að því. Uppskeruhátið barna-unglinga og ungmenna verður haldin þriðjudaginn 7. desember kl.20. Veitt verða verðlaun fyrir framfarir og árangur á árinu. Einnig verður vetrarstarfið kynnt. Vonumst til að sjá sem flesta í jólaskapi því senn líður að jólum.

Æskulýðsnefndin vill á sama tíma óska eftir áhugasömum einstaklingum til að starfa með í nefndinni. Viðkomandi hafi samband við Ingamund.

 

Æskulýðsnefndin

Skemmti- og fræðsluferð unglinga,ungmenna og barna.

Á laugardaginn næstkomandi ætlum við að fara í hina mögnuðu skemmti- og fræðsluferð um suðurland. Drífum okkur út úr bænum með nesti og nýja skó, kíkjum við á nokkrum hestabúum og kynnum okkur þjálfun og undirbúning hesta fyrir keppni. Lagt verður af stað kl.10 um morguninn og áætluð heimkoma er kl.17 og á að enda ferðina í félagsheimilinu þar sem við gerum eitthvað skemmtilegt og borðum saman.

Ferðin kostar ekkert og er ætluð þeim krökkum sem hafa verið á keppnisnámskeiðinu í vetur ásamt því að allir aðrir krakkar í Herði sem hafa áhuga á þjálfun og keppni eru velkomin.

Skráning þáttöku er í s.8971036 Ingimundur This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eigi síðar en fimmtudagskvöld.

 

Æskulýðsnefndin

Lokahóf

Á morgun fimmtudaginn 27.maí kl.19:00 verður lokahóf fyrir alla krakka í hestamannafélaginu Herði. Veittar verða viðurkenningar til þeirra sem hafa verið á almennu námskeiðunum í vetur. Við ætlum að fara í bingó og fá okkur léttar veitingar. Allir velkomir.

 

Æskulýðsnefndin

Börn, unglingar og ungmenni í Herði!

thumb_reynirNú gleymum við hestapestum og öðru fári um stund og höldum í skemmti- og fræðsluferð um Suðurland. Næstkomandi laugardag ætlum við að bjóða ykkur að komast burt úr bænum. Ferðinni er heitið á nokkur hestabú, þar sem við munum kynna okkur þjálfun og undirbúning hesta fyrir keppni. Við ætlum svo að enda förina í félagsheimilinu okkar þar sem við borðum saman og gerum eitthvað skemmtilegt.

Nánar...