- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 24 2012 20:29
-
Skrifað af Super User
Vorbingó æskulýðsnefndar
Mánudaginn 30. apríl n.k. verður haldið vorbingó æskulýðsnefndar. Bingóið verður í Harðarbóli og hefst kl. 18:00. Boðið er uppá veglega vinninga og pylsur í bingóhléi. Mætum öll með góða skapið að vanda og höfum gaman saman.
Æskulýðsnefndin.
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 17 2012 00:00
-
Skrifað af Super User
Nú er komið að því að við leggjum landi undir fót og skundum austur í sveitir. Við byrjum á heimsókn á Krók til hans Reynis Arnar, Harðarmanns, og sjá þá uppbyggingu sem hefur átt sér stað hjá honum. Reynir Örn ætlar að bjóða okkur í hádegismat. Eftir gott stopp á Króki ætlum við að fara út í óvissuna en það má ljóst vera að við endum aftur í Herði :-) Lagt verður af stað frá Harðarbóli kl: 10 og stefnum að því að vera komin heim eftir miðjan dag.Nú erum við að kanna áhuga á þessari ferð hjá ungliðum Harðar og fylgifiskum svo við sjáum hvort við getum leigt okkur rútu (2500-3000kr á mann) eða hvort við förum á einkabílum. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á póstfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 23. apríl. En einhverjar spurningar vakna verið endilega í sambandi á sama netfang.
Æskulýðsnefnd Harðar
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Laugardagur, apríl 07 2012 21:59
-
Skrifað af Super User
Æskulýðsnefnd Harðar boðar til foreldrafundar í Harðarbóli miðvikudaginn 11. apríl n.k. kl: 20-22.
Foreldrar eru hvattir til að mæta, ekki síst þeir foreldrar sem hafa nýtt sér námskeið eða aðrar uppákomur Æskulýðsnefndar í vetur.
Efni fundarins verður meðal annars: Hvert stefnum við, hvaða leiðir ætlum við að fara, samskipti barnanna okkar og fleira.
Stjórnandi umræðna á fundinum verður Þórhildur Þórhallsdóttir hjá Hestamennt.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Æskulýðsnefnd
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Föstudagur, apríl 06 2012 00:00
-
Skrifað af Super User
Æskulýðsnefnd Harðar auglýsir eftirfarandi námskeið:
Skráning á öll námskeiðin er hjá Oddrúnu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 11.apríl 2012.
Námskeiðin byrja í næstu og þarnæstu viku.
Almennt reiðnámskeið /8-10 ára
Verð 7.500 kr / 20% afsláttur fyrir þá sem hafa sótt önnur námskeið í vetur
-
Áseta og stjórnun
-
Skil á gangtegundum
-
Reiðleiðir og umferðarreglur
-
Ásetuæfingar
-
Gaman
-
Kennt í 6 skipti á þriðjudögum eða fimmtudögum / 10 pláss laus
Kennari; Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Almennt reiðnámskeið /10-14 ára
Verð 9.000 kr /20% afsláttur fyrir þá sem hafa sótt önnur námskeið í vetur
Markmið:
-
Nemendur læri undirstöðuatriði reiðlistar og öryggi til að sitja hest
-
Stjórnun og áseta
-
Nemandi þekki gangtegundir og læri að ríða þær
-
Nemandi þekki gangtegundir hjá öðrum í reið
-
Umgengni við hestinn (fætur teknar upp, teyming osvfrv)
-
Nemandi kunni að leika sér við hestinn, hvað má og hvað má ekki
-
Kennt er í 6 skipti tvisvar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum
-
10 pláss laus
Kennari: Sigrún Sigurðardóttir
Seven Games/leikir með hestinum þínum
Aldurstakmark: 12.ára
Fjöldi takmarkaður á námskeiðið
Kennt í 4 skipti
Verð: 6.000 /20 % afsláttur fyrir þá sem hafa sótt námskeið í vetur
Kennt á mánudögum eða fimmtudögum
Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Laugardagur, mars 24 2012 19:21
-
Skrifað af Super User
Minnum á páskafitness Æskulýðsnefndar á morgun, sunnudaginn 25. mars, í reiðhöllinni kl 11:00. Börn sérstaklega boðin velkomin og er eru hvött að taka foreldra sína með sér. Við munum skipta okkur í lið og fara saman í gegnum skemmtilegar þrautir, s.s.
- Hjólbörurallý
- Kókosbolluát
- Skeifu- og stígvélakast
- og margt fleira skemmtilegt
- Að launum fá öll börn páskaegg.
Í fyrra var mikið glens og gaman og mættu um 40 manns. Hlökkum til að sjá ykkur öll !
Æskulýðsnefndin
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Mánudagur, febrúar 27 2012 20:32
-
Skrifað af Super User
Skráningarfrestur hefur verið framlengdur til 3. mars n.k.
Hin árlega stórsýning Æskan og hesturinn verður haldin í Víðidal 1. apríl nk.
Á sýningunni verða m.a. 3-4 mín. atriði í eftirtöldum flokkum:
- Pollar teymdir.
- Pollar ríða sjálfir.
- Sameiginlegt atriði hestamannafélaganna 10 til 12 ára.
- Félagsatriði 12 ára og eldri, sjálfstætt atriði fyrir hvert félag.
Þeir sem áhuga hafa að taka þátt í þessum atriðum endilega sendið Ragnhildi Ösp, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 3. mars, með upplýsingum um hvaða atriði þið ætlið að taka þátt í, símanúmer og netfang ásamt nafni á knapa og hesti.
Æskulýðsnefnd Harðar
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Fimmtudagur, mars 22 2012 16:42
-
Skrifað af Super User
Reiðhöllin er lokuð á milli kl. 16 og 17 föstudaginn 23. mars vegna æfinga fyrir Æskan og hesturinn 2012.
Einnig hún lokuð frá kl. 20 sama kvöld vegna undirbúnings Lífstöltsmóts sem haldið verður um helgina.
Enn fremur er höllin lokuð á sunnudaginn á milli kl. 11-14 vegna Páskafitness á æskulýðsnefndar og æfinga fyrir Æskan og hesturinn 2012.
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Þriðjudagur, febrúar 21 2012 07:16
-
Skrifað af Super User
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum, konu og karli, á námskeið ungs íþróttafólks (20 til 35 ára) á vegum alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 16. til 30. júní n.k. Að þessu sinni er umfjöllunarefnið ólympismi auk þess sem fjallað er um lýðræði og gildi þess í störfum Ólympíuhreyfingarinnar.
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Sunnudagur, mars 11 2012 23:44
-
Skrifað af Super User
Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Cup sem haldið verður dagana 7.-15.júlí n.k.
Mótið er haldið í Verden í Þýskalandi. Heimasíðan
www.feifyouthcup2012.de er
upplýsingasíða mótsins.
Skilyrði fyrir þátttöku eru:
• Reynsla í hestamennsku
• Enskukunnátta
• Keppnisreynsla í íþróttakeppni
• Sjálfstæði
• Geta unnið í hóp
• Reglusemi
Með umsókn þurfa að fylgja upplýsingar um reynslu í hestamennsku, mynd, keppnisárangur og upplýsingar um önnur skilyrði
þátttöku.
Nánari upplýsingar fást á heimasíðu LH,
www.lhhestar.is undir ´æskulýðsmál´ og hjá
æskulýðsfulltrúum LH og hestamannafélaganna.
Umsóknir þurfa að hafa borist skrifstofu LH, Engjavegi 6, 104 Reykjavík fyrir 1.apríl 2012. Senda má umsóknir í tölvupósti á
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Mánudagur, febrúar 20 2012 22:55
-
Skrifað af Super User
Hin árlega stórsýning Æskan og hesturinn verður haldin í Víðidal 1. apríl nk.
Á sýningunni verða m.a. 3-4 mín. atriði í eftirtöldum flokkum:
- Pollar teymdir.
- Pollar ríða sjálfir.
- Sameiginlegt atriði hestamannafélaganna 10 til 12 ára, program verður sent á þjálfara til þess að hægt sé að æfa það í hverju félagi fyrir sig.
- Félagsatriði 12 ára og eldri, sjálfstætt atriði fyrir hvert félag.
Nánar...