Páskaratleikurinn tókst vel
- Nánar
- Flokkur: Æskulýðsnefnd
- Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 07 2009 22:51
- Skrifað af Super User
Páskaratleikurinn var haldinn sl. laugardag og fór fram úr björtustu vonum. Samtals tóku um 20 krakkar þátt í leiknum og voru allir hæstánægðir með daginn.
Leikurinn er liðakeppni og skiptist í yngri og eldri hópa. Margir voru búnir að undirbúa sig mjög vel og völdu hesta sína af kostgæfni með tilliti til verkefnisins.
Krakkarnir fengu ekki að vita hvert þau ættu að ríða né hvaða þrautir biðu þeirra. Liðin voru send af stað eitt í einu, fyrst yngri hóparnir. Í upphafi fengu allir afhend kort sem sýndi hvert þau áttu að ríða í fyrstu þraut. Þegar þrautin var leyst fengu þau afhent annað kort sem sýndi hvert þau færu næst og svo koll af kolli.
Krakkarnir þurftu að leysa stafarugl, púsl, skeifukast, andlitsmálningu, hjólböruakstur, sumir þurftu að innbyrða kókosbollur og renna niður með kóki, sumir þurftu að ríða með vatnsglas dágóða vegalengd og reyna að missa ekki úr glaisnu og svo voru baggabönd fléttuð. Flestar þrautirnar voru tímamældar en heildarkeppnin var ekki tímamæld. Yngri krakkarnir máttu ríða á tölti, brokki og feti, eldri máttu fara aðeins hraðar. Refsistig voru gefin ef einhver var skilinn eftir. Þau þurftu að ríða þetta af skynsemi því þau vissu náttúrulega ekki hversu löng reiðleiðin væri og því þurftu þau að spara hestana frá upphafi leiks. Skemmst er frá því að segja að enginn hlaut refsistig fyrir að skilja neinn eftir því eftirtektarvert var að allir knaparnir riðu leiðina af mikilli prúðmennsku.
Í lokin fengu allir páskaegg í boð Nóa og Sírius en sigurliðin fengu örlítið stærra egg.
Það er von æskulýðsnefndar að þetta verði árlegur leikur hér eftir og gaman væri að sjá ef krakkarnir gefi liðum sínum nafn og auðkenni sig með einhverjum hætti.
Æskulýðsnefnd