Bikarkeppni á milli hestamannafélagana
- Nánar
- Flokkur: Æskulýðsnefnd
- Skrifað þann Föstudagur, febrúar 06 2009 17:14
- Skrifað af Super User
Ákveðið hefur verið að halda Bikarkeppni á milli hestamannafélaga á höfuðborgarsvæðinu. Mótin verða í byrjun keppnistímabilsins þegar minna er um mót. Einnig eru þau hugsuð til að auka samstarf og samvinnu á milli hestamannafélaga á svæðinu.
Mótin eru stutt og er lögð rík áhersla á að þau séu áhorfendavæn og að mikilvægt sé að ná upp stemmningu á áhorfendapöllunum. Á hverju móti verður öflugusta stuðningsliðið valið (það kemur stuðningslið frá hverju hestamannafélagi) og fær það stuðningsmannalið, sem stendur sig best á öllum keppnunum þremur, bikar á lokamótinu eins og það hestamannafélag sem sigrar keppnina. Hvert hestamannafélag velur liðstjóra (landsliðseinvald) og er hann tengiliður í öllu sem viðkemur mótunum og ábyrgur fyrir sitt hestamannafélag.
Mótin eru haldin á föstudagskvöldum og standa í um einn og hálfan tíma.
Reiðkennarar æskulýðsnefndar Harðar munu velja þá knapa / hesta sem munu keppa fyrir hönd félagsins.
Eftirfarandi mót verða haldin í mótaröðinni í ár:
Föstudaginn 13. febrúar - Þrígangsmót - Reiðhöll Gusts (brokk, hægt stökk og fegurðartölt)
Föstudaginn 27. febrúar - Hraðafimismót - Reiðhöllinni í Keflavík (tími ræður röð - tveir úr hverju félagi sem keppa í þrautabraut, plús einn skeiðhestur og einn brokkhestur á tíma í gegnum höllina)
Föstudaginn 13. mars - Töltmót - Reiðhöllinni í Víðidal
Stigaútreikningar verða þannig,
1. Sæti gefur 10 stig
2. Sæti gefur 8 stig
3. Sæti gefur 6 stig
4. Sæti gefur 4 stig
5. Sæti gefur 3 stig
6. Sæti og öll sæti eftir það gefa 1 stig.
Stutt og skemmtileg mót þar sem áhorfendur eru líka þátttakendur og síðan er það spurning um hvaða hestamannafélag er best ríðandi?
Rífum upp stemmninguna og tökum þátt.
Í mótanefnd eru:
Jón Ólafur, Andvara
Jón Finnur, Fáki
Magnús , Sörla