Fundur með þeim sem komust í gegnum úrtöku fyrir LM

Æskulýðsnefnd Harðar boðar til fundar með þeim sem munu keppa fyrir hestamannafélagið Hörð á Landsmóti hestamanna 2008 í barna-, unglinga- og ungmennaflokki ásamt foreldrum og forráðamönnum.

Á fundinum verður m.a. kynnt æfingarferð til Hellu, farið yfir það sem hafa verður í huga fyrir landsmótið varðandi þjálfun og fleira og upplýsingagjöf varðandi landsmótið sjálft.

Fundurinn verður nk. miðvikudag þann 18. júní kl. 20.00 í félagsheimili Harðar.

Lögð er rík áhersla á að foreldrar og/eða forráðarmenn yngri keppenda mæti á fundinn.

Á sama tíma verða keppnisjakkar og landsmótsjakkar til sölu.

Æskulýðsnefndin

Val í úrvalshóp í hestamennsku á vegum LH

Stjórn Landsambands hestamannafélaga hefur ákveðið að ganga til samninga við Önnu Valdimarsdóttur um að taka að sér umsjón með úrvalshópi unglinga á vegum LH. Henni til aðstoðar verður Eyjólfur Þorsteinsson.

Í framhaldi af þeirri ákvörðun LH að mynda úrvalshóp/hestaakademíu óskar undirbúningsnefnd verkefnisins eftir tilnefningum frá hestamannafélögunum. Þátttakendur í verkefninu verða á aldrinum 16 til 21 árs.  Ganga skal út frá eftirfarandi atriðum við val í hópinn:

Nánar...

Keppnisjakkarnir komnir

Nýju keppnisjakkarnir eru komnir til landsins og verða til sölu ásamt hálsbindunum í Harðarbóli meðan á gæðingakeppninni stendur . Þeir eru fallegir í sniðinu, eins og Ástundarjakkarnir, en í græna félagslitnum. Verðið á fullorðinsjökkunum er kr.18.900,-, barnajökkunum kr. 15.300,- og hálsbindin á kr.2.000,-

 Nánari fyrirspurnir og upplýsingar á e-maili: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og í síma 8667382.

Einnig verða til sölu landsmótsjakkar á börn og fullorðna og kosta þeir kr. 6.100,-

Æskulýðsnefndin.

Fyrirlestur um keppnisfyrirkomulag

Æskulýðsnefnd Harðar heldur fyrirlestur fyrir börn , unglinga og ungmenni um gæðingakeppnir þriðjudaginn 27. maí kl. 19.00-20.00 í félagsheimilinu.  Fyrirlesari verður Sigurður Ævarsson dómari.  Farið verður yfir keppnisfyrirkomulag og hvað dómarar eru helst að leita eftir.  Þetta verður fróðlegt og nytsamlegt kvöld fyrir alla sem ætla í úrtöku hjá Herði eða vilja fræðast um gæðingakeppnir almennt.

Ef þið hafið sérstakar spurningar varðandi t.d. beislabúnað þá endilega takið hann með.

Hinn árlegi fjölskyldureiðtúr verður sunnudaginn 4. maí

Hinn árlegi fjölskyldureiðtúr verður farinn nk. sunnudag þann 4. maí. Lagt verður af stað frá Naflanum kl. 13.00 og farið til Badda á Hraðastöðum, dýrin skoðuð og grillað saman.

Dagskráin er eftirfarandi:
13.00     Lagt af stað frá Naflanum
14.00     Komið til Hraðastaða – dýrin skoðuð
14.30     Grillað og borðað
16.00     Riðið til baka
17.00     Komið heim – dagskrá lokið

Nánar...

Fjölskyldureiðtúr Harðar

thumb_dsc00871Þann 4. maí var farinn hinn árlegi fjölskyldureiðtúr Hestamannafélagsins. 

Veðurútlit var ekki gott þó að spáin fyrr í vikunni hafði verið nokkuð góð. Frekar ákveðinn vindur var í fangið á reiðmönnum,-konum og -börnum á leið á áfangastað sem var hjá Badda á Hraðastöðum. Riðið var í tveimur hópum, hraðari hóp og hægari hóp. Samtals tóku um 30 manns þátt í reiðinni og fleiri komu akandi og áttu allir gleðilega stund saman. 

 

Nánar...

Æfingarferð til Hestheima tókst vel

Hrefna og Hulda að kemba í Hestheimaferð 7/3-9/3 ´08Um helgina var farin önnur æfingarferð til Hestheima með krakkana sem eru þátttakendur í keppnisnámskeiði hjá Herði.  Kennarar voru sem fyrr Siggi Sig og Barbara Mayer.

Áætlað var að fara þrjár æfingarferðir til Hestheima en fyrstu ferðinni varð því miður að fella niður vegna veðurs. Í stað þeirrar ferðar var tekin kvöldæfing í Dallandi með góðfúslegu leyfi Gunnars Dungal sem veitti okkur aðgang að reiðhöllinni. Á hann þakkir skyldar fyrir það. Það kvöld var farið í ásetuæfingar fyrir knapa og liðkandi æfingar fyrir hesta.  Veðurguðirnir voru vænir við okkur þegar átti að fara í aðra æfingarferð til Hestheima en sú ferð var farin 7-9 mars og tókst mjög vel en þar voru teknar fimiæfingar og ásetuæfingar ásamt hægri og vinstri ásetu en allar þessar æfingar er grundvöllur að góðum árangri fyrir bæði hest og knapa.

 

Nánar...

Næsti æfingartími keppnisnámskeiðs

Nú þegar vorar, verður þéttara og þéttara á milli móta. Reykjavíkurmeistaramótið verður næstu helgi (hefst á miðvikudag) og helgina 16-18. maí verður íþróttamót Harðar. 

Næsti æfingartími keppnisnámskeiðs verður á mánudag nk. á vellinum og mun Siggi S. kenna að þessu sinni. Hópaskiptingin verður eftirfarandi:

Nánar...

Handbók Æskulýðsnefndar LH

Æskulýðsnefnd LH hefur gefið út handbók sem ætluð er öllum æskulýðsnefndum hestamannafélaga . Handbókin var unnin eftir ráðstefnu æskulýðsfulltrúa sem haldin var á vegum LH þann 6. október 2007.

Í bókinni eru upplýsingar sem hjálpað geta nefndunum í starfi sínu, svo sem hugmyndir að dagskrá og hvar hægt er að fá upplýsingar vegna starfsins.

Efnið nýtist að sjálfssögðu einnig fyrir foreldra og þá sem áhuga hafa á málefninu.

Bókin er eingöngu birt á Netinu og er hún í stöðugri endurnýjun þ.e. ef þurfa þykir munu verða settar í hana viðbætur og/eða endurbætur. Slóðin er: http://www.landsmot.is/files/38/20080421230446994.pdf