Fyrirlestur um keppnisfyrirkomulag

Æskulýðsnefnd Harðar heldur fyrirlestur fyrir börn , unglinga og ungmenni um gæðingakeppnir þriðjudaginn 27. maí kl. 19.00-20.00 í félagsheimilinu.  Fyrirlesari verður Sigurður Ævarsson dómari.  Farið verður yfir keppnisfyrirkomulag og hvað dómarar eru helst að leita eftir.  Þetta verður fróðlegt og nytsamlegt kvöld fyrir alla sem ætla í úrtöku hjá Herði eða vilja fræðast um gæðingakeppnir almennt.

Ef þið hafið sérstakar spurningar varðandi t.d. beislabúnað þá endilega takið hann með.