Val í úrvalshóp í hestamennsku á vegum LH

Stjórn Landsambands hestamannafélaga hefur ákveðið að ganga til samninga við Önnu Valdimarsdóttur um að taka að sér umsjón með úrvalshópi unglinga á vegum LH. Henni til aðstoðar verður Eyjólfur Þorsteinsson.

Í framhaldi af þeirri ákvörðun LH að mynda úrvalshóp/hestaakademíu óskar undirbúningsnefnd verkefnisins eftir tilnefningum frá hestamannafélögunum. Þátttakendur í verkefninu verða á aldrinum 16 til 21 árs.  Ganga skal út frá eftirfarandi atriðum við val í hópinn:

  • Árangri
  • Ástundun
  • Framkomu

Stefnt er að því að hópurinn komi fram á Landsmóti hestamanna 2008.

Þeir sem eru á ofangreindum aldri eru beðnir að senda árangur á mótum í vetur og vor til Ingimundar í æskulýðsnefnd, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  eigi síðar en 18. júní 2008.

Æskulýðsnefndin