Uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar Harðar

uppskeruhatid2007Uppskeruhátíð yngri flokka var haldin 20. nóvember. Kynnt var metnaðarfull dagskrá vetrarins, knapamerki voru afhent og einnig viðurkenningar fyrir keppnisárangur.  

Dagskrá vetrarins verður auglýst betur síðar og hvetjum við félagsmenn og börn þeirra til að fylgjast vel með tilkynningum á síðunni enda einn helsti vettvangur okkar til að koma á framfæri upplýsingum.

Þórdís Erla Gunnarsdóttir afhenti knapamerkin en hún kenndi einmitt á knapamerkjanámskeiðunum s.l. vetur. Hún sagði að allir nemendur hefðu staðist prófin og prófdómari hefði haft orð á því hversu góður hópur þetta væri. Þau leiðu mistök urðu að það gleymdist að boða þá sem áttu að fá knapamerkin. Við biðjum hlutaðeigandi velvirðingar á þessu en prófskírteinum verður komið til þeirra sem ekki komu á hátíðina. 

Viðurkenningar fyrir keppnisárangur voru nú eins og á síðasta ári afhentar eftir reglum um stigagjöf sem Æskulýðsnefnd gerði tillögu um og samþykktar voru af stjórn. 

Besti knapi í hverjum aldursflokki er sá sem hefur náð bestum heildarárangri bæði innanfélags og utan samkvæmt fyrirfram ákveðinni stigagjöf. Til þess að koma til greina þarf viðkomandi að senda inn mótaárangur sinn á utanfélagsmótum. 

Efnilegasti knapir í hverjum aldursflokki er sá sem er stigahæstur á innanfélagsmótum.  Þessa viðurkenningu getur hver knapi aðeins hlotið einu sinni í hverjum aldursflokki.

Að þessu sinni hlutu eftirtaldir knapar viðurkenningar: 

Barnaflokkur  

Besti knapi: Margrét Sæunn Axelsdóttir

Efnilegasti knapi: Hinrik Helgason 

Unglingaflokkur 

Besti knapi: Arnar Logi Lúthersson

Efnilegasti knapi: Sara Rut Sigurðardóttir

Ungmennaflokkur

Besti knapi: Linda Rún Pétursdóttir

Efnilegasti knapi: Sigríður Sjöfn Ingvarsdóttir

 

Við óskum þessum knöpum innilega til hamingju með árangurinn. Um leið vill fráfarandi Æskulýðsnefnd þakka fyrir samstarfið á árinu og óska nýrri nefnd velfarnaðar í starfi. 

Bryndís Jónsdóttir