- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Föstudagur, janúar 19 2007 09:25
-
Skrifað af Reiðveganefnd
Nú er verið leggja kaldavatnsleiðslu og skolpleiðslu frá Leirvogstungu og yfir í Varmárhólinn.
Þar sem nú sér fyrir endann á frostakafla í bili að minnsta kosti og til að verktakinn geti lokið efnisflutningum í skurðinn verður meiri umferð en venjulega í krikanum hjá Ljótupyttum, á svæðinu sem er í suðvestur horni athafnasvæðisins og út að Köldukvísl.
Þeir munu setja vinnuskilti beggja megin við og sýna fyllstu varkárni, en þeir þurfa að keyra inn á reiðveginn á stuttum kafla og lofa að sýna fyllstu varkárni og tillitsemi við reiðmenn.
Meðfylgjandi mynd sýnir álagssvæðið