JAKÓ gallar

Jakó gallarnir eru komnir og verða afhentir kl. korter í sex í kvöld hjá JAKÓ í Kjarnanum. Ljósmyndari kemur til að mynda hópinn og því er mikilvægt að ALLIR mæti. Gallarnir kosta 2500,- og það þarf að borga þá á staðnum.

Fréttir af landsmóti

Æfingatímar hjá Friðdóru og Babsý fram að Landsmóti verða þannig: Fimmtudaginn 24. júní (á Harðarsvæði) eldri hópur. Laugardagurinn 26. júní (á Hellu) kl. 18.00 eldri hópur og yngri hópurinn í framhaldi af því. Sunnudagurinn 27. júní(á Hellu) kl. 16:00 yngri hópur. Kl. 17:00 á sunnudeginum hefst knapafundur sem mikilvægt er að allir mæti á.

Jakkar á keppniskrakka

Krakkarnir sem verið hafa á keppnisnámskeiði hjá Friðdóru og Babsý í vetur fengu styrk til þess að kaupa fallega Mountainhorse jakka. Íslandsbanki, Ístölt og Nóatún styrktu jakkakaupin. Meðfylgjandi mynd var tekin sunnudagskvöldið 20. júní en þá fengu þau jakkana afhenta og þá lauk námskeiðinu formlega. Krakkarnir fengu viðurkenningarskjöl fyrir þáttökuna í vetur. Þetta er duglegur hópur sem farið hefur mikið fram í vetur og væntir félagið mikils af þeim í framtíðinni. Ekki komust allir til að sækja jakkana og viðurkenningarskjölin og er þeim bent á að nálgast það hjá Ásu (s. 844 3406)

Nýjar myndir

Nú er búið að setja inn myndir úr Hestheimaferð keppniskrakka sem farin var í mars sl. Einnig eru komnar nokkrar myndir úr fjölskyldureiðtúr 2003 og svo myndir frá "Æskan og hesturinn 2004" Fleiri myndir væntanlegar fljótlega

Síðasti fjölskyldureiðtúrinn

Ljómandi góð þátttaka var í síðasta fjöskyldureiðtúr Harðar. Lagt var af stað frá Harðarsvæðinu upp úr eitt og hestar og knapar þeirra selfluttir í Kjósina. Hjónin í Miðdal tóku á móti okkur og lóðsuðu okkur um sveitina. Að reiðtúrnum loknum var slegið upp grill-pylsu-partíi og börnin fengu að skoða sig um. Við þökkum þeim Svönu og Guðmundi fyrir frábærar móttökur.

Keppnisjakkar

Þeir sem eru með félagsjakka í eigu Harðar í fórum sínum eru vinsamlega beðnir að skila þeim. Hægt er að hafa samband við Bryndísi eða Helgu. Bryndís Jónsdóttir s: 566-6181 gsm: 661-8102 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Helga Hrönn Þorleifsdóttir s: 566-7434 gsm: 821-2802 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.