- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Mánudagur, júní 21 2004 12:00
-
Skrifað af Æskulýðsnefnd
Krakkarnir sem verið hafa á keppnisnámskeiði hjá Friðdóru og Babsý í vetur fengu styrk til þess að kaupa fallega Mountainhorse jakka. Íslandsbanki, Ístölt og Nóatún styrktu jakkakaupin. Meðfylgjandi mynd var tekin sunnudagskvöldið 20. júní en þá fengu þau jakkana afhenta og þá lauk námskeiðinu formlega. Krakkarnir fengu viðurkenningarskjöl fyrir þáttökuna í vetur. Þetta er duglegur hópur sem farið hefur mikið fram í vetur og væntir félagið mikils af þeim í framtíðinni.
Ekki komust allir til að sækja jakkana og viðurkenningarskjölin og er þeim bent á að nálgast það hjá Ásu (s. 844 3406)