Reiðnámskeið veturinn 2010
- Nánar
- Flokkur: Æskulýðsnefnd
- Skrifað þann Sunnudagur, janúar 03 2010 19:08
- Skrifað af Super User
Komið þið sæl og gleðilegt ár.
Æskulýðsnefndin stendur fyrir fjölmörgum námskeiðum í reiðmennsku í vetur fyrir börn og unglinga. Kennarar á námskeiðunum eru þau Reynir Örn Pálmason og Súsanna Ólafsdóttir sem bæði eru lærðir reiðkennarar frá Hólum og meðal okkar fremstu knapa.
Námskeiðin eru yfirleitt frá 6-10 tímar og er verðið það sama og í fyrra eða almenn reiðnámskeið á kr.8.000 knapamerki 1, kr.18.000, Knapamerki 2, kr.23.000, kanpamerki 3, á 23.000 og keppnisnámskeið á kr.30.000 en þar er smá hækkun. Skráning á námskeiðin verður á fimmtudaginn 7. janúar á milli kl.20 og 22 í Harðarbóli. Jafnframt verður hægt að skrá sig á heimasíðunni. Námskeiðin hefjast í lok janúar.
Æskuýðsnefndin. :)