- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, júní 04 2019 07:44
-
Skrifað af Sonja
Lokahóf heldri hestamanna og kvenna fór fram á Uppstigningardag. Riðið var í Dalsgarð í brakandi blíðu. Gísli rósabóndi tók á móti hópnum með nýtýnd jarðarber og boðið var upp á veigar í fljótandi formi. Um kvöldið var grillveisla í Harðarbóli og mættu rúmlega 80 manns og hlustuðu á Tindatríóið sem sló í gegn með frábærum söng. Hinn landskunni hestamaður Ingimar Sveinsson fór með gamanmál.
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, júní 03 2019 14:40
-
Skrifað af Sonja
Heimilt að sleppa hrossum föstudaginn 7. júní. (frá miðnætti er kominn föstudagur). Það sem helst þarf að varast er hvort að áburðurinn sé genginn niður í jarðveginn, því ekki viljum við „fóðra“ hrossin okkar með áburði. Í venjulegu árferði er þetta ekki vandamál, en mjög lítið hefur rignt undanfarna daga. Hver og einn athugar þetta í sínu beitarhólfi.
Stjórnin
- Nánar
-
Skrifað þann Laugardagur, júní 01 2019 17:32
-
Skrifað af Sonja
Skráning í unghrossakeppnina á Gæðingamóti Harðar er hafin en skráningin í það fer fram í gegnum mail:)
Endilega sendið eftirfarandi upplýsingar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Nafn knapa
Nafn hests
Is númer
Aldur
Litur
Móðir
Faðir
Til að skráning sé gild þarf að leggja 5000kr inn á eftirfarandi reikning og senda kvittun á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Rn: 549 26 2320
Kt: 6501694259
Ath skráning er ekki tekin gild nema búið sé að senda kvittun!
Hlökkum til að sjá ykkur😄
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, maí 31 2019 10:59
-
Skrifað af Sonja
Lagt af stað frá Naflanum kl. 13.30. Ríðum Mosfellsdalinn með viðkomu í Laxnesi. Hamborgaraveisla í Reiðhöllinni að lokinni reið. 1000 kr á mann með gosi, kaffi og nammi. Frítt fyrir 12 ára og yngri.
Ferðanefndin