reiðtúr felld niður
- Nánar
 - Skrifað þann Föstudagur, febrúar 28 2020 21:52
 - Skrifað af Sonja
 
Fyrirhugaður reiðtúr Ferðanefndar laugard 29. feb, fellur niður vegna færðar. Nefndin.
		                		            
		                		            
		                		            
		                		            
		                		            
		                		            
		                		            
		                		            
		                		            
		                		            Fyrirhugaður reiðtúr Ferðanefndar laugard 29. feb, fellur niður vegna færðar. Nefndin.
Hörður 70 ára.                      
Þann 26. febrúar 1950 var hestamannafélagið Hörður stofnað og á því 70 ára afmæli 
Afmælinu verður fagnað með afmælisboði sunnudaginn 8. mars kl 15 í Harðarbóli. Nánar auglýst síðar. 
Stjórnin

Skógarhólar í þjóðgarðinum á Þingvöllum eru í eigu Hestamannafélaganna í landinu. Saga Skógarhóla er samofin sögu Landssambands hestamannafélaga og á þessu ári eru 70 ár síðan fyrsta Landsmót hestamanna var haldið á Þingvöllum. Landssamband hestamannafélaga hefur unnið að endurbótum á aðstöðunni á Skógarhólum en margt er enn ógert.
Í haust var stofnaður félagsskapur sjálfboðaliða um endurbætur á Skógarhólum, “Vinir Skógarhóla”, sem vilja leggja sitt að mörkum til að bæta aðstöðuna þar.
Stjórn LH hefur samþykkt að veita fé í framkvæmdir á Skógarhólum á þessu ári til að bæta aðstöðuna á staðnum og vonast þannig til að fleiri hestamenn sjái sér fært að nýta staðinn. Það sem til stendur að gera á Skógarhólum í sumar er m.a. að skipta um járn á þakinu, gera lagfæringar á eldhúsi, salernis- og sturtuaðstöðu, smíða sólpalla og laga girðingar. Auk framkvæmda á svæðinu stendur til að safna sögulegum upplýsingum um staðinn.
Til stendur að hafa 2-3 vinnuhelgar í vor t.d. í apríl/maí og auglýsir LH hér með eftir sjálfboðaliðum til að gerast Vinir Skógarhóla og taka þátt í framkvæmdum á svæðinu. Allir eru velkomnir og ekki er gerð krafa um sérstaka verkkunnáttu, allir geta fundið verkefni við sitt hæfi. Í lok vinnutarnar verður grillað og þeir sem vilja geta tekið með sér hesta og skellt sér í reiðtúr um þjóðgarðinn.
Margar hendur vinna létt verk og allra hagur er að sem best takist til við endurbætur á staðnum.
Skráðu þig í Vini Skógarhóla hér.
Bókanir á Skógarhólum fara í gegnum skrifstofu LH, (514 4030 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.), umsjónarmaður á staðnum er Eggert Hjartarson (847 9770, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) og stýrir hann framkvæmdum.
https://www.lhhestar.is/is/frettir/vinir-skogarhola-1