Keppnisnámskieð Barna í kvöld út á vellinum
- Nánar
- Skrifað þann Miðvikudagur, maí 08 2019 12:57
- Skrifað af Sonja
Kæru félagar,
Næstkomandi laugardag, 11. maí, ætlum við félagsmenn að vísitera félaga okkar í hestamannafélagi Fáks, eins og gert hefur verið í mörg ár og þiggja af þeim veitingar á sanngjörnu verði.
Lagt verður af stað frá “Naflanum” kl 13:00. Farið verður á misjöfnum hraða yfir Hólmsheiði og áð 2-3 á leiðinni. Eftir kaffi er “ströndin” riðin heim og áð 2-3 á leiðinni.
Veðurspáin er bara alltaf dásamleg þegar við erum á yfirferð og vonum að sem flestir mæti.
Þessi viðburður má ekki leggjast af.
Með sólarkveðju,
Ferðanefnd
Hið árlega kótilettufjáröflunarkvöld Harðar verður í Harðarbóli nk föstudag 10.maí. Húsið opnar kl 19;30 Formaðurinn mætir með gítarinn. Maturinn borinn fram 19.45 Kótilettur a la mamma og ávextir og rjómi í eftirrétt. Ágóði rennur til Harðarbóls fyrir innréttingar og tæki. Verð aðeins 3.500 kr pr mann. Takið með ykkur gesti.
Vinsamlegast tilkiynnið komu ykkar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Kótilettunefndin
Eins og margir hafa tekið eftir er búið að vera vesen með skráningar en þetta stafar af bilun í skráningakerfi sportfengs. Að því tilefni verður skráningarfresturinn á mótið framlengdur til morgunns á meðan tölvufólkið er á fullu að laga þetta. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda
Afsakið þetta.
🙃