- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, apríl 24 2019 10:58
-
Skrifað af Sonja
Minnum félagsmenn á að sækja um beitarhólf fyrir sumarið.
Eins og undanfarin ár geta skuldlausir félagar sótt um beit á heimasíðu félagsins undir fyrirsögninni „Sækja um beit.“
Allir þurfa að sækja um, líka þeir sem voru með beit í fyrra eða undafarin ár.
Kynnið ykkur úthlutunarreglurnar á heimsíðunni áður en þið fyllið út umsókn.
Umsóknir verða að berast fyrir 25. apríl n. k.
Stjórnin
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 23 2019 00:49
-
Skrifað af Super User
Styrktarmót landsliðs Íslands í hestaíþróttum fer fram laugardaginn 20. apríl í TM-reiðhöllinni í Víðidal. Landsliðsknaparnir okkar mæta með sína bestu hesta ásamt fleiri valinkunnum knöpum.
Happdrættismiði á 1000 kr. og stóðhestavelta á kr. 35.000.
Kl. 12.00 miðasala opnar í TM-reiðhöllinni, miðaverð 3.500 kr.
Kl. 18.30 húsið opnar - Páskalamb í veislusal reiðhallarinnar, lambalæri og kótilettur á kr. 2.500.
Hreimur Örn Heimisson og Karlakór Kjalnesinga sjá um upphitun
Kl. 20.30 Þeir allra sterkustu
Dagskrá
- U21-landsliðshópur LH
- Stóðhestasýning
- Fimmgangur - úrslit
- Stóðhestasýning
- Hlé -
- Skeiðkeppni - flugskeið
- Fjórgangur - úrslit
- Stóðhestasýning
- Dregið í happdrætti
- Tölt - úrslit
Fylgstu með þeim allra sterkustu á facebook