Æskan og hesturinn í Víðidal 4. maí
- Nánar
- Skrifað þann Sunnudagur, apríl 28 2019 20:26
- Skrifað af Sonja
Hin árlega sýning Æskan og hesturinn verður haldin laugardaginn 4. maí næstkomandi í TM-Reiðhöllinni í Víðidal. Þar koma fram efnilegustu hestamenn landsins og sýna afrakstur vetrarstarfsins og er óhætt að segja að sýningin sé hápunktur vetrarstarfsins hjá hinum ungu knöpum.
Hópar ungra hestamanna frá öllum hestamannafélögunum á höfuðborgarsvæðinu; Fáki, Herði, Mána, Spretti og Sörla sýna fjölbreytt atriði sem þeir hafa æft í hverju félagi fyrir sig. Sýningarnar verða tvær; kl. 13:00 og 16:00.
Þórdís Erla Gunnarsdóttir mun setja sýninguna, en auk hinna fjölmörgu glæsilegu atriða sem börnin sýna mun Friðrik Dór koma fram og flytja vel valin lög.
Frítt er inn á sýninguna á meðan húsrúm leyfir.