- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, desember 17 2019 12:15
-
Skrifað af Sonja
Innbrotstrygging
Nýlega var brotist inn í hesthús hér á svæðinu og reiðtygjum stolið. Fyrir utan hvað slíkur verknaður er ógeðfelldur, getur verið um talsvert tjón að ræða. Best er að kaupa Lausafjártryggingu fyrir hesthúsið, þ.m.t. reiðtygin. Iðgjaldið er ekki hátt eða nokkur þúsund krónur á ári. Heimilistrygging getur dekkað tjónið amk að hluta, en lausafé (reiðtygi) falla undir trygginguna. Bæturnar takmarkast þó við 15% af af vátryggingafjárhæðinni. Ef tjónþoli er með heimilistryggingu að verðmæti 7 milljónir króna, er hámarksfjárhæð bóta 1.050.000 kr.
Brunatrygging – viðbót
Allmörg hesthús hér á svæðinu eru með lágt brunabótamat. EF til tjóns kemur eru bætur greiddar út í samræmi við brunabótamatið. Í slíku tilfelli eru 2 möguleikar. Fá nýtt brunabótamat eða kaupa viðbótarbrunatryggingu. Slík trygging er mjög ódýr. Eðlilegt er að miða brunatryggingu hússins við endurbyggingarkostnað hússins, ekki markaðsverðmæti. Brunatryggingar greiða sem nemur endurbyggingarkostnaði hússins, en þó aldrei hærri en sem nemur vátryggingarfjárhæðinni. Því er nauðsynlegt að áætla endurbyggingarkostnað hússins ef til tjóns kemur og brunatryggja húsið samkvæmt því mati.
Stjórnin
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, desember 09 2019 14:27
-
Skrifað af Sonja
Reiðhöllin opin fyrir kerrur
Vegna slæmrar veðurspár verður reiðhöllin opin fyrir kerrur þriðjudaginn 10. des frá kl 10 til 14. Kerrurnar þurfa að vera farnar út aftur fyrir kl 14. miðvikudaginn 11. des.
Biðjum alla að huga að lausamunum á Harðarsvæðinu.
Stjórnin
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, desember 02 2019 12:49
-
Skrifað af Sonja
Nú er komið að tilnefningu Harðar á íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2019.
Við biðjum félagsmenn að senda inn tillögur á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi íþróttafélaga í bæjarfélaginu og eru með lögheimili í Mosfellsbæ.
Viðkomandi skal vera 16 ára eða eldri.
Viðurkenningar
Auk þess biðjum við að ykkur um að tilnefna þau sem verðskulda viðurkenningu frá Mosfellsbæ.
• Urðu íslandsmeistarar, bikarmeistarar, deildarmeistarar og landsmótsmeistarar 2019
• Tóku þátt í æfingum eða keppni með landsliði 2019
• Efnilegir íþróttamenn 16 ára og yngri: Þið megið tilnefna stúlku og pilt, 12 -16 ára sem þykja efnilegust í sínum flokki.
Greinargerð
Með tilnefningunni skal fylgja texti þar sem tilgreint er:
• Nafn og aldur á árinu
• Helstu afrek ársins
• Önnur atriði sem skipta máli eins og æfingamagn, ástundun, félagsleg færni og annað sem á erindi í textann um viðkomandi einstakling
• Mynd af viðkomandi íþróttamanni
Stjórnin
- Nánar
-
Skrifað þann Sunnudagur, desember 01 2019 21:37
-
Skrifað af Sonja
Stöðupróf Knapamerki 1 eða bæði 1 og 2
Kennt verður 2 verklegir tímar í Kn1 og 2 tímar í Kn2 (plús verklega próf og bóklega próf), einnig er sýnnikennsla.
Athugið: Nemendur verða að lesa bókina Knapamerki sjálf og undirbúa sig fyrir bóklega prófi Námskeið byrjar á bóklega prófinu Knapamerki 1 og 2 á fimmtudagskvöld 2.jan 2020.
Verklegt námskeið byggjast upp á sýnikennsla og 2 verklegar tíma í sítthvort stig og svo verklegt próf á sunnudegi.
Hægt að fara í Stöðupróf í 1 eða bæði 1 og 2.
Þessi námskeið hentar EKKI byrjendum, heldur er hugsað fyrir lengrakomnar knapar sem vilja fara styttri leið til að geta svo farið beint í Knapamerki 2 eða 3 í vetur.
ATH: Það hefur verið að uppfæar prófið og eru komnar töluvert meira kröfur á knapar og hest öllum stigum. Ef þið eru óörugg með þetta endilega heyrið í mér (Sonja) í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða 8659651 fyrir fleiri upplýsingar. Þetta er síðasta skipti að það er próf úr gamla kerfinu.
Kröfur til hestsins: Hesturinn verður að vera alveg spennulaus og rólegur. Hesturinn þarf að hringteymast og teymast vel við hlið og fara um á brokki án vandarmála með slakan taum eða létt taumsamband. Lesið vel um prófatriði á knapamerki.is og kynna ykkur prógrammið.
Kröfur til knapans: Aldurstakmark er 12 ára enn er þetta bara hugsað fyrir vel vana knapa sem hafa allt grunni úr Knapamerki 1 (og 2) á hreinu. Ef fólk er efins með 2, mælum við frekar að taka bara stöðupróf í 1 og taka námskeið í 2.
Athverklega hluti: Allir nemendur verða vera búin að undirbúa sig vel og lesa vel yfir prófprógrammið. Einnig þarf að undirbúa sig vel og sjálf fyrir bóklega próf (lesa bækur vel).
Dagsetningar:
2. Janúar – Bóklegt Próf
4. og 5. janúar 2020 – Námskeið og verklegt próf
Kennari : Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Verð:
Knapamerki 1 eða 2 12500kr
Bæði Knapamerki 1 og 2 25000kr
Fyrir hvern stig þurfa minnst 4 manns að stöðupróf námskeið verður í boði.