- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, ágúst 29 2019 10:08
-
Skrifað af Sonja
Vegna góðrar sprettu verða lok beitar framlengd til 15. september. Sum beitarhólf eru þó þegar búin, en talsvert eftir í öðrum hólfum. Félagsmenn geta haft samvinnu í að fullnýta hólfin, en þurfa að bjarga sér sjálfir við slíkt. Veit að þeir sem eiga næga beit, vilja gjarnan láta fullnýta hólfin og forðast þannig sinu og eins að koma betur út úr beitarmati að beitartíma loknum.
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, ágúst 29 2019 10:06
-
Skrifað af Sonja
Sælir hestamenn
Laugardaginn 31. ágúst fer fram flugeldasýning vegna bæjarhátíðarinnar Í túninu heima. Sýningin hefst kl. 23 og ég vona að hún valdi hestunum ekki of miklum óþægindum. Annars hlakka ég til að sjá hesta og knapa í skrúðgöngunni á föstudag.
Bestu kveðjur,
Auður Halldórsdóttir
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, ágúst 28 2019 21:44
-
Skrifað af Sonja
Sælir félagar
Minna á umsóknafrest í eftirfarandi sjóði:
Afrekssjóður UMSK 29. ágúst - Umsóknaeyðublöð og reglugerð sjóðsins http://umsk.is/afrekssjodur
Verkefnasjóður UMFÍ 1. október – Umsóknaeyðublöð og reglugerð https://www.umfi.is/um-umfi/umsoknir-og-sjodir/
Íþróttasjóður ríkisins 1. Október – Umsóknaeyðublöð og reglugerð - https://www.rannis.is/sjodir/aesku-ithrotta/ithrottasjodur/
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, ágúst 28 2019 21:39
-
Skrifað af Sonja
Boðað er til félagsfundar miðvikudaginn 4. september kl 18 í Harðarbóli. Hulda arkitekt mun kynna fyrir okkur nýtt deiliskipulag. Ólafur Melsted skipulagsstjóri Mosfellsbæjar verður einnig á fundinum.
Nýja deiliskipulagið skiptist í 3 áfanga, en 1. og 2. áfangi verða til kynningar á fundinum. Í 1. áfanga er gert ráð fyrir 3 nýjum hesthúsalengjum austast í hverfinu, Trekbraut þar sem núverandi rúllubaggastæði er, ásamt nýrri staðsetningu fyrir rúllubaggastæði. Í 2. áfanga er gert ráð fyrir þéttingu núverandi hverfis, m.a. með hesthúsi í Naflanum, hesthúsi fyrir neðan neðra hverfið og 2 hesthúsum vestan við hesthúsin við Drífubakka.
Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér drögin að deiliskipulaginu sem má finna á vef Mosfellsbæjar og mæta á fundinn.
Stjórnin