Kirkjureiðin og kaffi

Það mættu um 50 manns í kirkjureiðina undir dyggri fararstjórn Lillu.  Um 70 manns mættu í kirkjukaffið í Harðarbóli þar sem borð svignuðu undan kræsingum.  Þar báru hæst brauðterturnar sem Kata smurði og skreytti af sinni alkunnu snilld.

Félagið þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn, þið stóðuð ykkur með miklum sóma.  Án ykkar væri félagið fátækara.

Stjórnin

Kaffiborðið.JPGKata_Stefáns.JPG