Gæðingamót Harðar 2020
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Miðvikudagur, júní 03 2020 14:23
- Skrifað af Sonja
Árlegt gæðingamót Harðar verður haldið helgina 13-14. Júní og verður það opið öllum! Skráning verður frá miðvikudeginum 3. júní til mánudagsins 8. júní. Ef óskað er eftir að skrá eftir þann tíma er skráningargjaldið tvöfalt. Skráning er í gegnum Sportfeng.
Eftirfarandi flokkar eru í boði en skráningargjaldið er 6000kr í fullorðins flokkana og 5000kr í yngri flokkana, skeiðgreinar og unghrossakeppnina. Hvetjum fólk til að skrá sig tímanlega;)
- A-flokkur (gæðingaflokkur 1)
- A-flokkur áhugamenn (gæðingaflokkur 2)
- B-flokkur (gæðingaflokkur 1)
- B-flokkur áhugamenn (gæðingaflokkur 2)
- Barnaflokkur
- Unglingaflokkur
- A-flokkur ungmenna
- B-flokkur ungmenna
- Pollar teymdir
- Pollar ríða sjálfir
- Tölt T3 2. Flokkur
- Tölt T3 1. Flokkur
- Tölt T1 meistaraflokkur
- 100 metra skeið
- 100 metra stökk
- Unghrossakeppni (aðeins fyrir félagsmenn)
Hlökkum til að sjá ykkur!
ATH mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður/sameina flokka ef ekki næg skráning næst.