Lok beitar
- Nánar
- Skrifað þann Fimmtudagur, september 12 2019 22:45
- Skrifað af Sonja
Minnum á að síðasti dagur beitar er nk sunnudag eða 15. september.
Stjórnin
Minnum á að síðasti dagur beitar er nk sunnudag eða 15. september.
Stjórnin
Eru knapar og dómarar að tala sama tungumál
FT Félag tamningamanna og LH Landsamband hestamannafélaga heldur opin fund um þróun keppnismála fimmtudag 12. september uppi í veislusal reiðhallar Fáks kl.19.30
Eru knapar og dómarar að tala sama tungumál?
Rætt verður um:
Hvað hefur þróast vel á síðasta keppnistímabili?
Hvað má betur fara?
Hvernig kemur mat á reiðmennsku fram í dómum?
Hvetjum alla dómara og knapa að mæta !
Fundarstjóri verður Thelma L. Tómasson
Frummælendur:
Súsanna Ólafsdóttir formaður FT
Lárus Ástmar Hannesson formaður LH
Erlendur Árnason formaður GDLH
Halldór Gunnar Viktorsson formaður HíDí
Olil Amble knapi
Anton Páll Níelsson reiðkennari aðstoðarþjálfari landsliðs
Vildi upplýsa þig um að framkvæmdir við undirgöngin munu frestast til næsta árs vegna mikils umfangs lagna á svæðinu og svo er ekki búið að leysa hvernig við náum að afvatna göngin, það er heldur meira mál en við reiknuðum með en við höldum undirbúningi áfram og getum vonandi boðið út í byrjun næsta árs.
Vegagerðin
Fjallahjólakeppnin Fellahringurinn fer fram 29. ágúst kl 19.00 – 22.00. Hjólað er stígum í kringum Úlfarsfell, Reykjafell, Skammadal, Mosfellsdal og niður með Leirvogsá að Varmadal. Að hluta liggur leiðin um reiðvegi okkar Harðarmanna og tökum við tillit til þess.
Bikarkeppni á vegum Hjólreiðasambands Íslands fer fram laugardaginn 7. september kl 10.00-13.00 á Reykjalundarsvæðinu og inn í Skammdal í gegnum Reyki.