Harðarfélagar á Íslandsmóti Barna og Unglinga 2020
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Fimmtudagur, júní 25 2020 22:05
- Skrifað af Sonja
Sterku Íslandsmeistarmóti í barna og unglingaflokki lauk um helgina með metþáttöku uppá 272 skráningar. Mótið fór fram á Selfossi á heimavelli Sleipnisfélaga, var skipulagning og tímasetningar til fyrirmyndar og ekki skemmdi fyrir veðrið sem lék við mótsgesti.
Oddur Carl Árnason komst í A úrslit í fjórgangi í barnaflokki og endaði í fimmta sæti, glæsilegur árangur hjá Oddi sem stimplað hefur sig inn í topp baráttuna í sínum flokki.
Benedikt Ólafsson átti glæsilegt mót, reið hann tveimur hestum í A úrslit i fjórgangi og átti auk þessi sæti í öllum A úrslitum hringvallagreina á mótinu og var á verðlaunapalli í gæðingaskeiði og fimi. Endaði hann mótið á að landa Íslandsmeistaratitli í Tölti á honum Biskupi frá Ólafshaga með glæsi tilþrifum sem hrifu brekku og bíla. Erum við Harðarfélagar stolt af okkar manni sem heldur áfram að halda merki okkar á lofti. Þess má einnig geta að Benedikt hlaut afreks styrk Mosfellsbæjar á dögunum. Áfram Bensi.