Reiðnámskeið 2020
- Nánar
- Skrifað þann Fimmtudagur, nóvember 28 2019 21:01
- Skrifað af Sonja
Jólagleðin verður í Harðarbóli 12. des n.k. Dagskráin auglýst síðar, en takið kvöldið frá.
Stjórnin
Með nýju fyrirkomulagi í afreksmálum LH hefur verið ákveðið að setja af stað verkefni fyrir unga og metnaðarfulla knapa, það kallast Hæfileikamótun LH. Verkefnið verður á ársgrundvelli og er fyrsta skref og undirbúningur fyrir U-21 árs landslið. Ný afreksstefna LH verður birt á heimasíðu sambandsins á næstunni.
Hæfileikamótun LH fer af stað 2020, þar munu koma saman til æfinga ungir og hæfileikaríkir knapar víðsvegar af landinu. Verkefnið samanstendur af 6 hópum sem verða staðsettir í hverjum landshluta fyrir sig. Fjöldi knapa í hóp er 8. Gjaldgengir í hópinn eru unglingar á aldrinum 14-17 ára (unglingaflokkur). Frábært tækifæri fyrir unga knapa til að undirbúa sig með markvissri kennslu til að takast á við verkefni bæði hérlendis og á erlendum vettvangi t.d. Norðurlandamóti. Sýnum karakter verkefnið verður haft til hliðsjónar við störf hópanna. Nálgast má lýsingu á verkefninu á þessari slóð: https://www.synumkarakter.is/
Markmið Hæfileikamótunar LH er að:
Fjölga þeim ungu knöpum sem fylgst er með á landsvísu
Undirbúa unga knapa fyrir hefðbundin landsliðsverkefni
Að byggja upp til framtíðar knapa í fremstu röð
Kynna stefnu LH í afreksmálum fyrir félögum og vinna í samvinnu með þeim
Stuðla að uppbyggilegu afreksstarfi víðsvegar um landið.
Viðburðir
Janúar – helgarnámskeið (laugard/sunnud-einstaklingskennsla með hesti 45min)
Mars – helgarnámskeið (laugard/sunnud-einstaklingskennsla með hesti 45min)
Apríl/maí – helgarnámskeið (laugard/sunnud-einstaklingskennsla með hesti 45min)
Maí – vinna vetrarins yfirfærð á keppnisvöll
Nánari upplýsingar við linkinu:
Kæru félagsmenn!
Nú geta félagsmenn keypt vikupassa á Landsmót Hestamanna sem haldið verður á Hellu 6. - 12. júlí 2020 og styrkt um leið félagið okkar. Með því að kaupa í forsölu í gegnum linkinn hér að neðan renna 1.000 kr til hestamannafélagsins. Miðaverð í forsölu er aðeins 16.900 kr.
Sá hluti sem rennur til Harðar mun fara óskiptur til Fræðslunefndar fatlaðra.
https://tix.is/is/specialoffer/7ub3g2xr5qyle
Tökum höndum saman - styðjum félagið og tryggjum okkur um leið miða á Landsmót hestamanna 2020 á besta mögulega verði.