- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, maí 11 2020 15:35
-
Skrifað af Sonja
Kæru vinir Skógarhóla
Þar sem ástandið í þjóðfélaginu hefur skánað og óhætt þykir að kalla saman hóp af fólki, höfum við ákveðið að hefja viðhaldsvinnu á Skógarhólum.
Um næstu helgi (laugardag og sunnudag) er fyrirhugað að ganga með girðingum og lagfæra, auk þess að koma húsinu í opnunarfært ástand.
Bókunarstaða í júní er góð og húsið þarf að vera tilbúið fyrir gesti fyrir hvítasunnuhelgina. Viljum við hvetja ykkur til að nýta ykkur aðstöðuna á Skógarhólum í sumar.
Vonandi sjá sem flestir sér fært að koma og aðstoða okkur við þetta, gott væri að fá að vita hverjir geta mætt. Vinsamlegast látið vita með því að svara þessum tölvupósti eða hringja í Eggert Hjartarson staðarhaldara, 847-9770.
Boðið verður upp á snarl í hádeginu og mat í lok dags.
Hlökkum til að sjá ykkur.
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, maí 06 2020 21:49
-
Skrifað af Sonja
Loksins er komið að því hreinsa hverfið okkar og reiðgöturnar í nær umhverfinu. Mæting við reiðhöllina kl 9.30. Allir fá sitt „gamla“ svæði og nóg pláss fyrir nýliða. Gámur verður staðsettur við reiðhöllina og í hann getum við losað ruslið. Kl 12 verður boðið upp á grill og fínerí að hætti hússins. Eins og félagsmenn vita, þá er hreinsunin bæði gagn og gaman.
Mætið tímanlega og þeir sem eiga kerrur mega taka þær með.
Umhverfisnefndin
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, maí 06 2020 21:41
-
Skrifað af Sonja
Laugardaginn 9. maí verða riðnar leirurnar út í Gunnnes undir dyggri fararstjórn Lillu. Eins hesta reið. Lagt af stað frá Naflanum kl 13.00.
Allir félagsmenn velkomnir. Ef þátttakendur verða fleiri en 50, skiptum við okkur í 2 hópa. Munum 2ja metra regluna😊
Ferðanefndin
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, maí 06 2020 19:57
-
Skrifað af Sonja
Kæru Harðarfélagar!
Nú hefur samkomubanninu verið aflétt og því ber að fagna því með einu laufléttu skemmtimóti!
Mótið verður með firma sniði á skeiðbrautinni, sem sagt fjórar umferðir á hest, hægt tölt að reiðhöllinni og yfirferðargangur (frjáls gangtegund) frá reiðhöllinni aftur.
Við pössum samt að gleyma okkur ekki og halda áfram að fara varlega, virðum 2 metrana og hvort annað. Til að virða þetta höfum við ákveðið að hafa rafræna skráningu. Við munum setja inn Google Sheets skjal á facebook þar sem þið munuð skrá ykkur sjálf. Við gerum okkur grein fyrir því að ekki allir eru á Facebook og biðjum við ykkur því einnig að láta orðið berast og hjálpast að við skráningar.
Flokkarnir sem verða í boði eru:
- Pollaflokkur (inni á hringvelli)
- Barnaflokkur (inni á hringvelli)
- Unglingaflokkur
- Ungmennaflokkur
- 3. flokkur
- 2. flokkur
- 1. flokkur
- Heldri menn og konur (60+)
Einnig langaði okkur að kanna áhuga fyrir kappreiðum!
Hugmyndin var sú að halda tölt, brokk, stökk og skeið úrsláttarkeppni og sjá hver er á mestu græjunni hér í Mosó!
Við látum vita þegar nær dregur hvort úr kappreiðunum verði, en það fer náttúrulega bara eftir skráningu😁
Skráningargjald er 1.500kr (frítt fyrir polla) og leggja þarf inn á eftirfarandi reikning og senda tilkynningu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með nöfnum á þeim sem verið er að borga fyrir í skýringu.
Kt. 650169-4259
Rk.nr. 549-26-2320
Hlökkum til að sjá ykkur… úr 2m fjarlægð😁
Hér má finna skjalið til að skrá:
https://docs.google.com/spreadsheets/d/1guzWImnaOhe_t7nB2hxFvT16jjODEJ6tYL8z-o-2_U0/edit?fbclid=IwAR3UEExSnSZEC9Z4Oz9HXYC3lWNkUTpYDaeN8dKGSObb7SsQCRG6wMRYnjQ