Almennt reiðnámskeið Fullorðnir Haust 2020 með Fríða Hansen
- Nánar
- Skrifað þann Mánudagur, september 21 2020 16:51
- Skrifað af Sonja






Alltof margir félagsmenn eiga eftir að greiða félagsgjöldin fyrir 2020. Án félagsgjalda er erfitt að halda úti þjónustu sem allir nota árið um kring eins og viðhaldi sem við tökum sem sjálfsögðum hlut í okkar hestamennsku.
Við biðlum því til félagsmanna sem eiga ógreidd félagsgjöld að greiða félagsgjöldin í heimabankanum.
Árgjaldið fyrir fullorðna er aðeins 12.000 kr. og 7.000 kr. fyrir 17 til 21 árs.
Forsendurnar fyrir rekstri félagsins er að þeir sem stunda hestamennsku sína á félagssvæði Harðar séu félagar og greiði félagsgjöld sín til félagsins
Ert þú skuldlaus félagi? Athugaðu í heimabankann og ef þú ert ekki viss, sendu þá póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Stjórnin
Gólf reiðhallarinnar var tætt upp og sett á það furuflís. Reiðhallinar í Spretti, Sörla, Fák og Sleipni eru allar með furuflís á gólfum og hefur það reynst mjög vel.
Þeirra reynsla er samt sú að það er MJÖG áríðandi að þrífa hestaskítinn strax af gólfinu.
Reiðhöllin hefur tekið stakkaskiptum á sl árum.
Nýtt og öflugt loftræstikerfi, ný hitalögn, led lýsing í loftið, ný sjoppa, hvíttaðir battar, speglar á battana og svo furuflís á gólfið.
Um leið og við óskum sjálfum okkur til hamingju – minnum við á að góð umgengni sýnir innri mann😊
Stjórnin