- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, mars 10 2020 20:10
-
Skrifað af Sonja
Á ársþingi UMSK 3. mars sl var Fríðu veitt viðurkenning fyrir framlag sitt til félagsmála hjá Herði. Fríða hefur lagt mikið af mörkum og þar ber hæst framlag hennar til Fræðslunefndar fatlaðra. Fullyrða má að reiðskóli fatlaðra væri ekki starfræktur í dag ef ekki hefði komið til hennar þrotlausa starf. Óskum við Fríðu innilega til hamingju með Félagsmálaskjöld UMSK og erum að sjálfsögðu mjög stolt af Fríðu.
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, mars 06 2020 20:21
-
Skrifað af Sonja
Vegna óvissustigs COVID-19 veirunnar og slæmrar veðurspár á morgun, höfum við tekið ákvörðun að fresta vetrarmótinu um óákveðinn tíma.
Við biðjumst afsökunnar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda en betra er að fara varlega.
Mbk. Mótanefnd Harðar
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, mars 06 2020 20:18
-
Skrifað af Sonja
FULLBÓKAÐ
Áseta knapans er eitt þvi mikilvægasta sem hann þarf að tileinka sér. Hún fegrar ekki bara heildarmyndina, heldur er knapi í góðu jafnvægi þægilegri fyrir hestinn, notar skilvirkari ábendingar til að stjórna hestinum og síðast en ekki síst bætir það öryggið þar sem knapinn dettur siður af baki. Kosturinn við ásetuæfingar í hringtaum er að knapinn getur einbeitt sér einungis á sig og sinn líkama án þess að þurfa að stjórna hestinum. Gerum æfingar bæði á hesti og á gólfi með markmiðið að bæta líkamsstöðu og -vitund okkar á hestbaki sem og í daglegu lífi.
Á námskeiðinu er unnið í pörum þar sem annar nemandinn hringteymir og hinn gerir æfingar á hesti til skiptis. Max 6-8manns.
Nemendur fá hest til afnota.
ATH: ÞETTA ER NÁMSKEIÐ FYRIR LENGRA KOMNA KNAPAR SEM ERU NÚ ÞEGAR MEÐ GRUNNJAFNVÆGI OG ERU TILBÚNAR Í KREFJANDI ÆFINGAR! ÞURFA AÐ GETA HRINGTEYMA HEST (hestarnir kunna vel að láta hringteyma sig )! MJÖG SKEMMTILEG TÆKIFÆRI AÐ BÆTA ÁSETU OG JAFNVÆGI!
Kennt verður í 6 skipti á miðvikudögum kl 17:00
Dagsetningar:
11.mars
18.mars
25.mars
1.april
8.april
15.april
Kennari verður Fredrica Fagerlund
Verð: 13.900 kr
Skráning er opin:
skraning.sportfengur.com
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, mars 06 2020 20:09
-
Skrifað af Sonja
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur ítrekað að ekki hefur verið lýst yfir samkomubanni af yfirvöldum hér á landi.
Engu að síður er einkar mikilvægt að fólk sem hefur verið á skilgreindum hættusvæðum virði ráðleggingar um sóttkví, en í þeim felst að forðast samneyti við aðra einstaklinga í 14 daga.
Á mannamótum er einkar mikilvægt að til staðar sé aðstaða fyrir handþvott og handsprittun. Mælst er til að fólk noti aðrar kveðjur en handaband og faðmlög.
Framundan eru nokkrir stórir íþróttaviðburðir og vill ÍSÍ minna sambandsaðila sína á að hafa ofangreint í huga og að fylgjast áfram vel með uppfærslum á vefsíðu Embættis landlæknis.