Árshátíð Harðar 2020
- Nánar
- Skrifað þann Mánudagur, febrúar 24 2020 20:08
- Skrifað af Sonja
Skógarhólar í þjóðgarðinum á Þingvöllum eru í eigu Hestamannafélaganna í landinu. Saga Skógarhóla er samofin sögu Landssambands hestamannafélaga og á þessu ári eru 70 ár síðan fyrsta Landsmót hestamanna var haldið á Þingvöllum. Landssamband hestamannafélaga hefur unnið að endurbótum á aðstöðunni á Skógarhólum en margt er enn ógert.
Í haust var stofnaður félagsskapur sjálfboðaliða um endurbætur á Skógarhólum, “Vinir Skógarhóla”, sem vilja leggja sitt að mörkum til að bæta aðstöðuna þar.
Stjórn LH hefur samþykkt að veita fé í framkvæmdir á Skógarhólum á þessu ári til að bæta aðstöðuna á staðnum og vonast þannig til að fleiri hestamenn sjái sér fært að nýta staðinn. Það sem til stendur að gera á Skógarhólum í sumar er m.a. að skipta um járn á þakinu, gera lagfæringar á eldhúsi, salernis- og sturtuaðstöðu, smíða sólpalla og laga girðingar. Auk framkvæmda á svæðinu stendur til að safna sögulegum upplýsingum um staðinn.
Til stendur að hafa 2-3 vinnuhelgar í vor t.d. í apríl/maí og auglýsir LH hér með eftir sjálfboðaliðum til að gerast Vinir Skógarhóla og taka þátt í framkvæmdum á svæðinu. Allir eru velkomnir og ekki er gerð krafa um sérstaka verkkunnáttu, allir geta fundið verkefni við sitt hæfi. Í lok vinnutarnar verður grillað og þeir sem vilja geta tekið með sér hesta og skellt sér í reiðtúr um þjóðgarðinn.
Margar hendur vinna létt verk og allra hagur er að sem best takist til við endurbætur á staðnum.
Skráðu þig í Vini Skógarhóla hér.
Bókanir á Skógarhólum fara í gegnum skrifstofu LH, (514 4030 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.), umsjónarmaður á staðnum er Eggert Hjartarson (847 9770, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) og stýrir hann framkvæmdum.
https://www.lhhestar.is/is/frettir/vinir-skogarhola-1
...því það datt niður flest kennslá í dag.
ATH ÖLL REIÐHÖLL VERÐUR LOKUÐ ALLAN FIMMTUDAG ÞVÍ ÞAÐ ER VERIÐ AÐ SETJA UPP NÝTT HLJÓÐKERFI!
Kennsla sem er sett 17-19 verður í Blíðubakkahúsinu.
Hlökkum til að fá nýtt hljóðkerfi :)