Reiðhöll félagsins lokað
- Nánar
- Skrifað þann Fimmtudagur, mars 26 2020 14:51
- Skrifað af Sonja
Reiðhöll félagsins lokað
Stjórn félagsins hefur tekið ákvörðun um að loka reiðhöllinni tímabundið. Miklar umræður hafa verið um hvort ástæða sé til lokunar og sýnist sitt hverjum.
Við viljum ekki bera þá ábyrgð að félagsmaður smitist í reiðhöllinni sökum þess að félagið hafi ekki farið að tilmælum Almannavarna og sóttvarnarlæknis.
Neðangreindur póstur barst frá Landssambandi hestamannafélaganna og tökum við undir hvert orð.
Stjórnin
Sæl kæru félagar
Öll stöndum við, þessa dagana, frammi fyrir aðstæðum og ákvörðunum sem við höfum ekki þurft að takast á við áður. Við þær aðstæður er mikilvægt að halda yfirvegun og hlusta á þá sem best vita og er falið að vera leiðandi í þeirri glímu sem við erum í. Þetta mun líða hjá.
Fyrirspurnir hafa borist frá félögum varðandi þau tilmæli sem við í LH sendum frá okkur um lokun reiðhalla. Eðlilega eru skiptar skoðanir á þeirri róttæku aðgerð ef félögin taka þá ákvörðun að loka.
Í reglugerðinni sem við erum að miða við stendur að öll íþróttastarfsemi sé bönnuð. Það er þá þessi spurning hvort við teljum það að þjálfun á hesti sé íþróttastarfsemi? Við viljum vera talin með í hópi íþróttafólks. Það hefur oft verið á brattan að sækja með það en hestaíþróttamaður þarf að þjálfa hest sinn.
Í þessum ólgusjó hefur samstaða Íslendinga verið til fyrirmyndar. Landssamband hestamannafélaga er hluti af ÍSÍ sem leggur mikla áherslu á að fara eftir fyrirmælum fagfólksins. Það er því spurning hvort við teljum rétt, og þess virði, að loka ekki reiðhöllunum tímabundið í samræmi við túlkun ÍSÍ.
Við hjá LH erum í góðu sambandi við ÍSÍ varðandi þau verkefni sem snúa að hreyfingunni í þessum ólgusjó. Við höfum komið okkar tilmælum til ykkar en vissulega er það á ykkar valdi að taka ákvörðunina.
Bestu hestamanna kveðjur
Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamannafélaga.