Reiðhöllin opnar 4. maí
- Nánar
- Skrifað þann Miðvikudagur, apríl 29 2020 21:08
- Skrifað af Sonja
Takmörkunum verður aflétt að hluta. Að hámarki mega vera 8 manns í höllinni í einu. Hámarksfjöldi nemenda á námskeiði eða í einkakennslu eru 4, auk kennara, en þá tvískiptum við höllinni. Austari endinn verður þá opinn fyrir 4 félagsmenn.
Áhorfendur eru ekki leyfðir og sameiginleg aðstaða lokuð s.s. salerni og kaffiaðstaða. Enginn skítagaffall verður í höllinni, en starfsmaður mun þrífa eftir þörfum.
Námskeiðum barna og unglinga eru ekki sett nein mörk um fjölda. Ef fjöldi á námskeiðum barna og unglinga fer yfir hámarksfjölda, verður höllinni lokað fyrir almenna félagsmenn og verður það auglýst hverju sinni, ef við á.
Snertingar eru óheimilar og halda skal 2ja metra bili á milli einstaklinga.
Ef um ítrekuð brot verður að ræða, verður að loka höllinni aftur. Við erum öll almannavarnir.
Stjórnin