- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, mars 19 2020 10:34
-
Skrifað af Sonja
Reiðhöll – sóttkví – hvernig skal haga sér í sóttkví
Það að vera í sóttkví þýðir ekki að þú þurfir að loka þig af svo lengi sem þú ferð að öllu með gát, en einstaklingar í sóttkví mega ekki fara á mannamót, líkamsræktarstöðvar, sundlaugar eða aðra staði þar sem margir koma saman og ekki dvelja í sameiginlegum rýmum eða útivistarsvæðum.
Hestamenn í sóttkví taka sjálfir ákvörðun um hvort að þeir hirði sín hús (fara á samt alveg eftir reglum landlæknis), en vinsamlega farið EKKI inn í reiðhöll. Þó svo að smitun þar sé ekki líkleg, skapar það ótta annarra iðkenda. Einhver hestamannafélög hafa lokað sínum reiðhöllum. Við viljum ekki fara þá leið, nema nauðsyn beri til.
Hestamenn í sóttkví – Ekki fara í reiðhöllina.
Stjórnin
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, mars 18 2020 22:00
-
Skrifað af Sonja
9. og 10. apríl næstkomandi (skírdagur og föstudagurinn langi) verður einkatímanámskeið sem Hinrik Sigurðsson reiðkennari mun kenna. Námskeiðið er sett upp sem einkatímar, 30 mínútur hver. Tveir tímar hvor dag og spjall/bókleg í hádeginu fyrri daginn. Fólki er velkomið að (og má gjarnan) fylgjast með öðrum nemendum á námskeiðinu en hafa bara gildandi reglur varðandi umgengni fólks í huga.
Farið verður í það sem hver og einn vill með sinn hest, staðan metin og markmið sett fyrir framhald í þjálfun, hvert svo sem takmarkið er. Námskeiðið er ætlað fullorðnum (ungmenni og unglingar velkomnir ef pláss leyfir - hafið samband þá í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) og er kennt frá 8 á morgni til 17 síðdegis báða dagana, tímar eru festir fyrirfram.
Námskeiðið kostar 30000 á mann, 8 manns komast að og skráning er í gegnum Sportfeng.
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, mars 18 2020 19:26
-
Skrifað af Sonja
Við bendum á að opið er fyrir umsóknir á Youth-Cup í Dannmörku í sumar, þetta er skemmtilegt tækifæri fyrir hestakrakka á aldrinum 14-17 ára. Umsóknarfrestur er til 27. mars.
https://www.lhhestar.is/is/frettir/opid-er-fyrir-umsoknir-a-feif-youth-cup-2020
LH
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, mars 17 2020 19:58
-
Skrifað af Sonja
Það hafa borist margar fyrirspurnir hvort námskeiðum í reiðhöllinni verði aflýst vegna samkomubanns. Við höfðum samband við UMFÍ og verða okkar námskeið áfram eins og staðan er i dag. Reiðkennarar voru upplýstir um að ekki mega vera fleiri enn 20 saman í einu og að virða skuli 2 metra millibil milli nemenda og einnig milli kennara/nemanda