Félagsgjöld – greiðsluseðlar

Fyrir misstök voru sendir út greiðsluseðlar fyrir félagsgjöldunum 2021.  Aðalfundur ákveður félagsgjöld og því verða greiðsluseðlar ekki sendir út fyrr en að aðalfundi loknum. Bankakröfurnar voru felldar niður og því geta félagsmenn ekki greitt heimsenda greiðsluseðla.  Vinsamlega hendið þeim, þið fáið nýja að aðalfundi loknum.  Einhverjir náðu að greiða áður en kröfurnar voru felldar niður og er það vel.  Þeir fá sendan seðil fyrir mismun, ef aðalfundur ákveður hækkun félagsgjalda.

Biðjumst afsökunar á þessum mistökum.

Stjórnin