Ræktunarmaður Harðar 2020

Árlega er valinn ræktunarmaður Harðar og hlýtur hann að launum áletraðann farandbikar til varðveislu í eitt ár. Nú er leitað að ræktunarmanni Harðar 2020 en til að koma til greina þarf hross ræktað af félagsmanni að hafa verið sýnt í kynbótadómi á árinu 2020.
 
Vitað er um eitt hross í eigu félagsmanns sem hlaut 8,61 í aðaleinkunn kynbótadóms á árinu 2020. Þeir sem eiga hross sem hlotið hefur hærri einkunn eiga að sjálfsögðu tilkall til bikarsins og eru þeir beðnir að hafa samband við Hinrik Gylfason í síma 8939919 fyrir lok janúar 2021