- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, febrúar 13 2020 12:58
-
Skrifað af Sonja
Hestakerrur í reiðhöllina
Vegna slæmrar veðurspár á morgun föstudaginn 14. febrúar, stendur hestakerrueigendum til boða að koma með hestakerrur sínar inn í Reiðhöllina frá kl.1730 í kvöld til kl 14 á morgun. Ef veður verður ekki gengið niður þá, munum við framlengja tímann.
Þið sem viljið nýta ykkur þetta, þurfið að fylgjast með tilkynningum á heima- og/eða facebook síðu félagsins.
Það er mjög áríðandi að kerrunar séu fjarlægðar á auglýstum tíma, því reiðhöllin er mjög bókuð.
Stjórnin
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, febrúar 13 2020 09:49
-
Skrifað af Sonja
Helgina 22- 23 Feb.
Staðsetning Reiðhöll Hörður
Kennari Ragnheiður Þorvaldsdóttir.
5 tímar 1 bóklegur og 4 verklegir.
Laugardagur: 7 games eftir Pat Parelli. Sunnudagur: Smellu þjálfun, brellu þjálfun og umhverfis þjálfun.
Unnið er eingöngu með hestinn í hendi. Útbúnaður sem þarf er snúrumúll og langur mjúkur kaðaltaumur. Smella sem fæst í helstu gæludýrabúðum og Líflandi. Aldurstakmark 12 ára.
Skemmtilegt námskeið til að nálgast hestamennskuna á annan hátt.
Ragnheiður leggur mikið upp úr fjölbreitni í þjálfun og að gleyma ekki afhverju við erum öll í hestamennsku, JÚ AF ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER SVO GAMAN.
Lágmarksfjöldi á námskeiðinu er 8 manns – max 12 manns.
Verð 12000 isk.
Skráning: skraning.sportfengur.com

- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, febrúar 05 2020 13:04
-
Skrifað af Sonja
Gæðingafimi LH
Á síðasta landsþingi LH á Akureyri var samþykkt að LH yrði leiðandi í því að gera gæðingafimi að fullgildri keppnisgrein í lögum og reglum sambandsins og gert að skipa starfshóp til þess verks. Stjórn LH skipaði starfshóp með fulltrúum þeirra aðila sem greinargerðin með samþykktinni lagði til. Hópinn skipa Hulda Gústafsdóttir fulltrúi keppnisnefndar LH, Súsanna Sand Ólafsdóttir fulltrúi FT, Mette Mannseth fulltrúi Hólaskóla, Sigurður Ævarsson fulltrúi HÍDÍ, Erlendur Árnason fulltrúi GDLH. Stjórn bætti svo í hópinn, Ísólfi Líndal, Heklu Katharínu Kristinsdóttur, Guðmundi Björgvinssyni, Viðari Ingólfsyni og Hjörnýju Snorradóttur starfsmanni LH sem var falið að leiða hópinn.
Hópurinn var mjög metnaðarfullur og áhugasamur um verkefnið. Afrakstur vinnunnar eru drög að nýrri reglugerð um gæðingafimi sem ætlunin er að bera undir Landsþing LH í haust til samþykktar. Hópurinn vonast til þess að keppt verði eftir þessum reglum í gæðingafimi á þessu keppnistímabili og að sem flest hestamannafélög haldi slík mót. Ekki síst vegna þess að mikilvægt er að það komi reynsla á reglurnar til þess að geta borið undir þingið eins mótaða reglugerð og mögulegt er.
Opin kynningarfundur verður auglýstur síðar
LH
- Nánar
-
Skrifað þann Sunnudagur, janúar 26 2020 10:22
-
Skrifað af Sonja
Námskeið er opið fyrir alla og hentar mismundi stigum.
"Hvernig get ég bætt gæðinginn minn með fímiþjálfun?"
Flest okkar vilja riða út á Glæsilegum og fasmiklum hestum sem veita okkur gleði og ánægju ár eftir ár. Hvernig náum við með réttri þjálfun að láta hestinn blómstra? Á þessu námskeiði förum við yfir hvernig hægt er að með kerfisbundinni fimiþjálfun að byggja upp endingagóðan og glæsilegan hest. Ekki er farið fram á kunnáttu fimiæfinga fyrir námskeiðið.
Skráning skraning.sportfengur.com
Sýnikennsla, 2x hóptíma við hendi, 2x30min einkatima