- Nánar
 
		- 
		Skrifað þann Miðvikudagur, mars 18 2020 19:26		
 
	- 
				
							Skrifað af Sonja				
 
 
Við bendum á að opið er fyrir umsóknir á Youth-Cup í Dannmörku í sumar, þetta er skemmtilegt tækifæri fyrir hestakrakka á aldrinum 14-17 ára. Umsóknarfrestur er til 27. mars.
 
https://www.lhhestar.is/is/frettir/opid-er-fyrir-umsoknir-a-feif-youth-cup-2020
LH
		
					
			
	
 
 - Nánar
 
		- 
		Skrifað þann Þriðjudagur, mars 17 2020 19:58		
 
	- 
				
							Skrifað af Sonja				
 
 
Það hafa borist margar fyrirspurnir hvort námskeiðum í reiðhöllinni verði aflýst vegna samkomubanns. Við höfðum samband við UMFÍ og verða okkar námskeið áfram eins og staðan er i dag. Reiðkennarar voru upplýstir um að ekki mega vera fleiri enn 20 saman í einu og að virða skuli 2 metra millibil milli nemenda og einnig milli kennara/nemanda
		
					
			
	
 
 - Nánar
 
		- 
		Skrifað þann Mánudagur, mars 16 2020 21:37		
 
	- 
				
							Skrifað af Sonja				
 
 
Landlæknir, sóttvarnarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra telur ekki ráðlagt að gera ráð fyrir því að íþróttastarf fyrir leik- og grunnskólabörn íþrótta- og ungmennafélaga fari af stað fyrr en mánudaginn 23. mars næstkomandi. Íþróttaiðkun framhaldsskólanema og fullorðinna er talin heimil að uppfylltum ákveðnum og ströngum skilyrðum.
Yfirvöld segja ljóst að að þessi skilyrði munu því miður útiloka æfingar fjölmargra íþróttagreina.
UMFÍ og ÍSÍ hafa átt í samskiptum við almannavarnir um helgina í tengslum við samkomubann sem sett verður á Íslandi í kvöld og varir næstu fjórar vikur til að fá svör við því hvort æfingar barna og yngri flokka megi fara fram.
 
UMFÍ mælist til þess að sambandsaðilar UMFÍ og aðildarfélög fari að öllum tilmælum yfirvalda og leggi iðkendur ekki í hættu á að smitast af COVID-19 veirunni. Iðkendur eigi fremur að njóta vafans og því er mikilvægt að félög fylgi þeim fyrirmælum sem berast frá yfirvöldum. 
Íþróttaiðkun gegn ströngum skilyrðum
Yfirvöld telja íþróttaiðkun fullorðinna heimila að uppfylltum skilyrðum samkvæmt því sem fram kemur í auglýsingu um samkomubann og birt var fyrir helgi þess efnis að ekki séu fleiri en 100 einstaklingar inn í sama rými, hvort sem um er að ræða innan- eða utandyra. Þá skuli sjá til þess, eftir því sem unnt er, að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga, gera ráðstafanir til að þrífa eða sótthreinsa búnað eða æfingasvæði daglega og tryggja aðgengi að hreinlætisaðstöðu til handþvotta og sótthreinsunar.
Íþrótta- og ungmennafélög eru hvött til að koma því á framfæri við iðkendur og félagsmenn hvað af íþróttastarfsemi þeirra þau telja að geti farið fram að uppfylltum þeim skilyrðum sem fram hafa komið. Rétt er að ítreka að það á ekki að gefa neinn afslátt af þeim kröfum sem yfirvöld hafa sett fram til að sporna við útbreiðslu þessarar veiru.
		
					
			
	
 
 - Nánar
 
		- 
		Skrifað þann Sunnudagur, mars 15 2020 20:17		
 
	- 
				
							Skrifað af Sonja				
 
 
Í ljósi þess að samkomubann hefur verið sett á næstu 4 vikurnar þá hefur öllum keppnum og sýningum á vegum Harðar verið aflýst næstu 4 vikurnar, þ.m.t. Vetrarmótunum og Hrímnismótaröðinni. 
Stjórnin