- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, desember 07 2020 17:42
-
Skrifað af Sonja
Á 529. fundi skipulagsnefndar var neðangreint erindi tekiðfyrir: Varmárbakkar, lóðir fyrir hesthús - breyting á deiliskipulagi
Skipulagsnefnd samþykkti á 523. fundi sínum að endurauglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir hestaíþróttasvæðið á Varmárbökkum. Kynnt er fornleifaskráning fyrir svæðið sem unnin var af Antikva ehf. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu breytt útgáfa deiliskipulags eftir auglýsingu ásamt drögum að svörum. Deiliskipulagið er samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Afgreiðsla skipulagsnefndar er gerð með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
Ekki liggur fyrir hvenær lóðirnar verða auglýstar til umsóknar, en það verður kynnt sérstaklega.
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, desember 04 2020 11:33
-
Skrifað af Sonja
Nú er komið að tilnefningu Harðar á Íþróttakonu og Íþróttakarls Mosfellsbæjar 2020.
Við biðjum félagsmenn að senda inn tillögur á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til síðasta lagi 10. desember 2020.
Í þetta skipti munu ekki verða veitar viðurkenningar til Íslands-, deildar- og bikarmeistara, efnilega ungmenna og landsverkefna. Í stað þess er stefnd að halda íþróttahátíð fyrir börn og ungmenni í Mosfellsbæ á vordögum í samstarfi við íþróttafélögin.
Reglur
Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi íþróttafélaga /deilda í bæjarfélaginu eða eru með lögheimili í Mosfellsbæ en stunda íþrótt sína utan sveitarfélagsins.
Tilnefna skal tvo einstaklinga (konu og karl) sem fulltrúa okkar.
Greinargerð um íþróttakonu/íþróttakarl (hámark 80 orð)
Með tilnefningunni skal fylgja texti þar sem tilgreint er:
• Nafn og aldur á árinu (viðkomandi skal vera 16 ára eða eldri)
• Helstu afrek ársins
• Önnur atriði sem skipta máli eins og æfingamagn, ástundun, félagsleg færni og annað sem á erindi í textann um viðkomandi einstakling
• Mynd af viðkomandi íþróttamanni.
• Símanúmer og email hjá viðkomandi.
Ítrekum sérstaklega að hafa góðan texta og góða mynd.
*Þarf að skila inn til síðasta lagi fimmtudaginn 10.desember*
Stjórnin
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, desember 03 2020 07:46
-
Skrifað af Sonja
Hæfileikamótun LH
Auglýst er eftir umsóknum í Hæfileikamótun LH á fyrir árið 2021 fyrir unglinga á aldrinum 14-17 ára (unglingaflokkur).
Hæfileikamótun LH er fyrir unga og metnaðarfulla knapa sem hafa áhuga á bæta sig og hestinn sinn. Í þjálfuninni er lögð áhersla á að bæta og auka skilning á líkamsbeitingu knapa og samspili knapa og hests ásamt því að farið verður í hugræna þætti eins og markmiðasetningu, sjálfstraust og hugarfar. Hæfileikamótun er góður undirbúningur fyrir knapa sem hafa að markmiði að komast í U-21árs landslið í hestaíþróttum þegar þeir hafa aldur til. Hópar verða starfræktir um um allt land til þess að ungir knapar víðsvegar um landið fái tækifæri til að taka þátt.
https://www.lhhestar.is/is/frettir/haefileikamotun
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, desember 01 2020 18:22
-
Skrifað af Sonja
Landsþing Landssamband hestamannafélaga haldið 27. – 28. nóv sl.
Á fundinum var Harðarmaðurinn Guðni Halldórsson kjörinn nýr formaður LH og óskum við honum innilega til hamingju með kjörið.
Kosningu í aðalstjórn hlutu: Stefán Logi Haraldsson, Gréta V. Guðmundsdóttir, Sóley Margeirsdóttir, Siguroddur Pétursson, Eggert Hjartarson og Hákon Hákonarson og í varastjórn voru kjörin: Einar Gíslason, Aníta Aradóttir, Ómar Ingi Ómarsson, Ingimar Baldvinsson og Lilja Björk Reynisdóttir.