Ársskýrsla fræðslunefndar Harðar 2021
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Miðvikudagur, október 27 2021 19:16
- Skrifað af Sonja
Formáli
Sonja Noack sér alfarið um skipulagningu á reglulegum námskeið. Hún sér um að skipuleggja helgarnámskeið og viðburði og stjórnin sér um framkvæmd helgarnámskeiða og viðburða.
Kynningar námskeiða og viðburða fór fram í gegnum heimasíðu félagsins og í gegnum FB síðu Harðar.
Helgarnámskeið - Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir
Námskeiðið var haldið 20.-21.mars 2021 og var fullbókað. Nemendur voru mjög ánægðir með einstaklingsmiðaða kennslu hennar Aðalheiði.
Námskeið með Anton Páli Níelssyni
Anton hélt námskeið hjá okkur á tveimur föstudögum og var því strax fullbókað. Kennslan vakti mikla lukku meðal nemenda.
Vikuleg námskeið í Herði – Veturinn 2021
Það var fjölbreytt úrval af námskeiðum í vetur.
Hnakkafastur – Ásetunámskeiðið hennar Fredricu Fagerlund var boðið bæði fyrst fyrir byrjendur og svo fyrir lengra komna.
Fredrica kenndi líka hið árlega námskeið í grunnþjálfun ungir hestar, sem hefur verið mjög vinsælt.
Almennt reiðnámskeið og töltnámskeið kenndi Ragnheiður Þorvaldsdóttir og var það vel sótt og sýndi sig að margir sækja í almenna kennslu.
Ragnheiður bauð líka upp á einka- og paratíma sem voru á mánudögum og nemendur mjög ánægðir!
Oddrún Ýr kenndi námskeiðið “aftur á bak” til að hjálpa fólki sem hefur lent í erfiðleikum með kjark á hestbaki eða eftir lengri pásu. Oddrún Ýr var einnig með námskeiðin knapamerki 1 og hóp í knapamerki 3 sem var að ljúka námi síðan 2020 (gat ekki klárað þá vegna Covid).
Ragnheiður Þorvalds og Sonja Noack voru báðar með sitt hvorn hóp í knapamerki 3 (Æskulýðs og fræðslunefndarhópar). Það hefur verið að aukast aftur aðsókn í knapamerkja námskeið, sem er frábært þar sem um hnitmiðað og vel uppbyggð nám er að ræða.
Arnar Bjarki var með keppnisnámskeið fyrir krakka. Einnig tók hann að sér fyrri hluta vetrarins að kenna einkatíma fyrir og eftir tíma krakkanna og var því kennsla hjá honum alveg fram til kl 23 þau kvöld. Mikill ánægja hjá nemendum.
Robbi Pet tók að sér að kenna paratíma og voru þeir vel sóttir og voru nemendur líka hæstánægðir.
Aðrir viðburðir
Því miður náðist ekki að halda fleiri viðburði þetta árið vegna samkomu takmarkanna vegna Covid 19.
Framundan
Það verður sýnikennsla með Sigvaldi Lárus núna í nóvember sem verður mjög spennandi. Verið er að skipuleggja fræðslustarf vetrarins og verður það auglýst þegar nær dregur.