- Nánar
-
Skrifað þann Laugardagur, maí 01 2021 17:26
-
Skrifað af Sonja
https://fb.me/e/dqkoBbFHB
Árlegt gæðingamót Harðar verður haldið helgina 8-9. maí og verður það opið öllum!
Skráning verður frá laugardeginum 1.maí til miðvikudaginsins 5 maí. Ef óskað er eftir að skrá eftir þann tíma er skráningargjaldið tvöfalt.
Skráning er í gegnum Sportfeng. Eftirfarandi flokkar eru í boði en skráningargjaldið er 5000kr í fullorðins flokkana og 3500kr í yngri flokkana og skeiðgreinar.
Hvetjum fólk til að skrá sig tímanlega;)
- A-flokkur (gæðingaflokkur 1)
- A-flokkur áhugamenn (gæðingaflokkur 2)
- B-flokkur (gæðingaflokkur 1)
- B-flokkur áhugamenn (gæðingaflokkur 2)
- Barnaflokkur - Unglingaflokkur
- A-flokkur ungmenna
- B-flokkur ungmenna
- Pollar teymdir
- Pollar ríða sjálfir
- Gæðingatölt (Skrá sem T7)
Gæðingatölt – T7-1.flokkur (1. flokkur)
Gæðingatölt – T7-2.flokkur (Áhugamenn)
Gæðingatölt – T7-3.flokkur (21 árs og yngri)
- 100 metra skeið (P2)
Hlökkum til að sjá ykkur! ATH mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður/sameina flokka ef ekki næg skráning næst.
- Nánar
-
Skrifað þann Laugardagur, maí 01 2021 08:49
-
Skrifað af Sonja
Firmakeppni Harðar 2021 er í dag og stemmingin er geggjuð fyrir deginum. Skráning í andyri reiðhallarinnar milli 11 og 12. Flott að koma snemma og sleppa við röðina... Minnum á að það kostar ekkert að taka þátt, því mótið er í boði frábærs hóps styrktaraðila...😊😊😊
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, apríl 28 2021 16:00
-
Skrifað af Sonja
Því miður þarf að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn Fáks til okkar vegna Covid 19, ferðin var á dagskrá núna 1. maí
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 27 2021 07:24
-
Skrifað af Sonja
Kæru Harðafélagar
Nú er komið að hinni árlegu Firmakeppni Harðar og fer mótið fram núna á laugardaginn 1.maí. og hefst klukkan 13:00
Mótið verður með firmasniði á skeiðbrautinni, sem sagt fjórar umferðir á hest, hægt tölt að reiðhöllinni og yfirferðargangur (frjáls gangtegund) frá reiðhöllinni aftur.
En pollaflokkur og barnaflokkur fara fram á hringvelli.
Flokkarnir sem verða í boði eru:
- Pollaflokkur (inni á hringvelli)
- Barnaflokkur (inni á hringvelli)
- Unglingaflokkur
- Ungmennaflokkur
- 3. flokkur
- 2. flokkur
- 1. flokkur
- Heldri menn og konur (60+)
Jafnframt verður boðið upp á keppni í 100 metra tímatöku á brokki, tölti, stökki og skeiði
Skráning fer fram í anddyri reiðhallarinnar á mótsdegi á milli 11 og 12. Minnum alla á að gæta að sóttvörnum og fara eftir öllum gildandi reglum.
Kveðja, Mótanefnd
https://fb.me/e/7791bbpDb