NÝTT NÁMSKEIÐ
- Nánar
- Skrifað þann Mánudagur, febrúar 15 2021 21:09
- Skrifað af Sonja
Á dögunum var afhentur bikar fyrir ræktunarmann Harðar en hann er gefinn af Ernu Arnardóttur og Hinrik Gylfasyni og veittur fyrir fyrir hæðst dæmda kynbótahrossi liðins árs, sem ræktað af Harðarfélaga.
Bikarinn fyrir 2020 hlaut Þröstur Karlsson fyrir hestinn Tuma frá Jarðbrú IS2014165338. Tumi er undan Trymbli frá Stóra Ási og Gleði frá Svarfhóli og hlaut í kynbótadómi á vorsýningu á Hólum í Hjaltadal 8,56 fyrir sköpulag og 8.63 fyrir hæfileika sem gerir aðaleinkunn upp á 8,65 (8,62 án skeiðs). Kynbótamat Tuma er upp á 121 og skartar hann meðal annars 9 fyrir tölt, brokk, samstarfsvilja og fegurðar í reið.
Hestamannafélagið Hörður óskar Þresti til hamingju með glæsilegan árangur í kynbótastarfi og að hljóta þennan fallega bikar sem gefinn hefur verið frá árinu 2002.
Myndir
1. Formaður Harðar Margrét Dögg Halldórsdóttir afhendir Þresti Karlssyni bikarinn
2. Tumi frá Jarðbrú, mynd Louisa Hackl
Á aðalfundi félagsins 27. janúar síðastliðinn var samþykkt að kaupa aðgang að myndböndum í World Feng fyrir alla skuldlausa félagsmenn. Þessi aðgangur hefur nú verið virkjaður.
Hestamannafélögum býðst að kaupa aðgang að myndböndunum fyrir sína félagsmenn fyrir 350 kr. á ári fyrir hvern félagsmann 18-69 ára, en almennur aðgangur kostar annars 4.990 á ári fyrir hvern notanda. Mikil söguleg verðmæti liggja í myndböndum frá landsmótum liðinna ára, þarna er skrásett saga landsmóta og kynbótasaga íslenska hestsins svo fátt eitt sé nefnt.
Stjórnin