- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, október 26 2021 15:07
-
Skrifað af Sonja
Boðað er til aðalfundar hestamannafélagsins Harðar miðvikudaginn 27. október nk. kl 20 í Harðarbóli.
Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundatstörf samkvæmt 5. gr félagsins.
Dagskrá aðalfundar skal vera: Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara
Formaður flytur skýrslu stjórnar
Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins og kynnir 9 mán. Milliuppgjör
Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins
Reikningar bornir undir atkvæði
Fjárhagsáætlun næsta árs og umræður
Árgjald ákveðið
Lagabreytingar
Kosningar samkvæmt 6. grein þessara laga
Önnur mál
Fundarslit
Aðeins skuldlausir félagar hafa atkvæðisrétt á fundinum skv. 3.gr laga félagsins. Stjórnin
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, október 19 2021 09:41
-
Skrifað af Sonja
Takk fyrir uppskeruhátíð kæru Harðarfélagar!
Við vorum með pizzaveislu fengum Aron Einar töframann til að skemmta okkur aðeins, síðan var verðlaunaafhending og svo ís í desert.
Takk fyrir komuna og hlökkum til vetrar þar sem eitthvað skemmtilegt verður brallað saman.
Með kveðju æskulýðsnefndin
Viðurkenningar fyrir stigahæstur knapar
Í barnaflokk voru það
- Sigríður Fjóla Aradóttir
unglingaflokk voru það
- Oddur Arason
- Eydís Ósk Sævarsdóttir
Í ungmennaflokk voru það
- Benedikt Ólafsson
- Viktoría Von Ragnarsdóttir
Einnig varð Benedikt Ólafsson Reykjavíkurmeistari og Íslandsmeistari í Gæðingaskeiði á Leiru Björk frá Naustum.
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, október 13 2021 12:49
-
Skrifað af Sonja
Uppskeruhátíð æskulýðsnefndar verður mánudaginn 18.10.21 kl 18-19:45
Allir velkomir sem eru í Herði!
Boðið verður uppá mat, skemmtiatriði og verðlaunaafhendingu fyrir árið 2021
Endilega látið vita í eventinum á Facebook hversu margir koma.
Endilega koma með börnin ykkar og þá sem eru í kringum ykkur í hesthúsinu. Það eru ekki öll börn á fb svo ég leita til ykkar að hvetja þau til að koma það verður töframaður sem mætir og sýnir okkur eitthvað skemmtilegt sem allir geta haft gaman af.
með bestu kveðju
Æskulýðsnefndin