3. Vetrarmót - Fákafarsmótið - Niðurstöður
- Nánar
- Skrifað þann Föstudagur, apríl 23 2021 06:35
- Skrifað af Sonja
Niðurstöður af 3. Vetrarmótinu Fákafarsmótinu finnið þið hér:
https://www.facebook.com/motanefndhardar
Niðurstöður af 3. Vetrarmótinu Fákafarsmótinu finnið þið hér:
https://www.facebook.com/motanefndhardar
Fyrirhugðum ferðum Félagsreið og Fáksreið er frestað vegna Covid 19, náum vonandi að gera eitthvað skemmtilegt fljótlega. Kveðja Ferðanefnd
Þá er komið að því hreinsa hverfið okkar og reiðgöturnar í nær umhverfinu. Við byrjum við reiðhöllina kl 10.00 næstkomandi fimmtudag, sumardaginn fyrsta.
Allir fá úthlutað svæði til að hreinsa, nóg pláss fyrir alla og fólk hvatt til að taka þátt. Gott er að hafa með malarhrífur séu slíkar tiltækar. Gámur verður staðsettur við reiðhöllina og í hann getum við losað ruslið. Um klukkan 12 verður boðið upp á grill og fínerí við Harðarból, allt í samræmi við gildandi sóttvarnir.
Minnum fólk á að sýna varkárni í samskiptum og nota grímur og spritt eins og þarf og halda fjarlægð. Gæta að sínum persónulegu smitvörnum.
Eins og félagsmenn vita, þá er hreinsunin bæði gagnleg og skemmtileg og mikilvægt að við stöndum öll saman í að gera snyrtilegt í kringum hesthúsin og okkar athafnasvæði.
Mætið endilega tímanlega og þeir sem eiga kerrur mega gjarnan taka þær með.
Kæru félagsmenn, það ætlar að ganga illa að halda síðasta Vetrarmót 3. Fákafarsmótið. Völlurinn er ófær sökum bleytu. Við verðum því miður að fresta enn eina ferðina. Samkvæmt dagskrá er stemt að halda Skemtimót á sumardaginn fyrsta. Við látum ykkur vita hvenær síðasta mótið verður.
Kveðja Mótanefndin